Nú er loksins komið að því að Blóðbankinn verði með blóðsöfnun á Hvammstanga.
Við verðum við Íþróttamiðstöðina miðvikudaginn 20. september nk. frá kl. 14:00-17:00
Starfsfólk grunnskóla á Norðurlandi vestra og Fjallabyggð funduðu á Hvammstanga
Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra (KSNV) var haldið á Hvammstanga 1. september síðastliðinn. Sú nýbreytni var nú að allt starfsfólk skólanna var boðið velkomið til þingsins en er það tilkomið vegna samstarfs KSNV og Farskólans á Norðurlandi vestra. Starfsfólk skóla frá Húnavatnssýslum, Sk…
Valur Freyr Halldórsson hefur tekið við starfi slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra.
Valur hefur víðtæka reynslu af störfum sem slökkviliðsmaður og bráðaliði. Hann hefur lokið námi frá Sjúkraflutningaskólanum og hefur löggildingu til að starfa sem sjúkraflutningamaður EMT-B/EMT-I. Ha…
371. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra fer fram fimmtudaginn 14. september kl. 15 í fundarsal Ráðhússins.
Dagskrá
ByggðarráðFundargerð 1186. 1187. og 1188. fundar byggðarráðs frá 4., 11. og 14. september.
Skipulags- og umhverfisráðFundargerð 360. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 7. …
Á mánudögum og fimmtudögum er boðið upp á föndurstarf fyrir eldri borgara og öryrkja á milli kl. 15 og 18 í samkomusalnum í Nestúni 4-6 og er Stella Bára Guðbjörnsdóttir leiðbeinandi.
Starfið byrjar mánudaginn 11. september og fimmtudaginn 14. september verður boðið upp á vöfflukaffi!
Í föndurstar…
Aflið - fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis
Aflið veitir þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra stuðning og ráðgjöf með viðtalstímum þar sem einstaklingar hitta ráðgjafa þeim að kostnaðarlausu.
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Af hverju gulur septem…
Sagt er frá því sem hæst bar í heimsókn sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra og Vesturlandi til Skotlands í liðinni viku.
Dagbókin er aðgengileg hér.