Tillaga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar (auglýsing)

Tillaga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar (auglýsing)

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur lagt fram álit sitt og helstu forsendur til umræðu í sveitarstjórnum. Álit nefndarinnar og helstu forsendur hafa fengið umræðu í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 28. nóvember -13. desember 2025 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um tímasetningu kosninganna hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum með a.m.k. 20 daga fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðum sveitarfélaganna og vefsvæði samstarfsnefndar https://dalhun.is.

28. október 2025
Fyrir hönd samstarfsnefndar,
Magnús Magnússon, formaður

Var efnið á síðunni hjálplegt?