Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 28. nóvember -13. desember 2025 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um tímasetningu kosninganna hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum með a.m.k. 20 daga fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðum sveitarfélaganna og vefsvæði samstarfsnefndar https://dalhun.is.
28. október 2025
Fyrir hönd samstarfsnefndar,
Magnús Magnússon, formaður