Vegna útfösunar 2G og 3G farsímaþjónustu

Vegna útfösunar 2G og 3G farsímaþjónustu

Eins og kunnugt er stendur nú yfir útfösun á 2G og 3G farsímasambandi þar sem það stenst ekki nútímakröfur um háhraða gagnaflutning. Samkvæmt Fjarskiptastofu á útbreiðsla farnets ekki að minnka við lokunina en engu að síður hafa borist nokkrar kvartanir um að svo sé. Samkvæmt ákvæðum tíðniheimilda skulu fjarskiptafyrirtæki tryggja sambærilegt þjónustusvæði með nýrri tækni (4G/5G). 

Þau sem upplifa breytingar á símasambandi eftir að 2G/3G sendar hafa verið teknir úr notkun, sem ekki má rekja til tækja sem ekki styðja 4G/5G, eru hvött til að tilkynna um slíkt til Fjarskiptastofu hér. Slíkar tilkynningar eru grundvöllur þess að hægt sé að greina raunverulega stöðu þjónustunnar og bregðast við þar sem þörf er á.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fjarskiptastofu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?