Starf byggingarfulltrúa - umsóknarfrestur framlengdur
Húnaþing vestra auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Hvammstanga.
Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.