Félagsheimilið Hvammstanga – breytt fyrirkomulag vegna leigu

Félagsheimilið Hvammstanga – breytt fyrirkomulag vegna leigu

Þann 1. janúar 2026 lét Guðni Þór Skúlason af störfum sem húsvörður í Félagsheimilinu Hvammstanga og vill Húnaþing vestra færa Guðna bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

Framvegis fara beiðnir um leigu á félagsheimilinu eða samfélagsmiðstöð í gegnum íbúagátt Húnaþings vestra. Beiðnaeyðublaðið er að finna undir fjármála- og stjórnsýslusviði í íbúagáttinni.

Fyrirspurnir má senda á felagsheimili@hunathing.is.

Umsjón með bókunum hafa Jóhann Örn Finnsson, sími 844-1150 og Sigurður Þór Ágústsson sími 862-5466.

Um leið minnum við á opna tíma í tæknismiðju samfélagsmiðstöðvar á mánudögum og miðvikudögum frá 16:00 – 18:00. Hægt er að kíkja við eða fá upplýsingar í tölvupósti taeknismidja@hunathing.is. Aðgangur og aðstoð er ókeypis en greitt er fyrir hráefni sem er notað.

Var efnið á síðunni hjálplegt?