Viðhald á nuddpotti

Viðhald á nuddpotti

Eins og flestir sundgestir hafa tekið eftir hefur nuddpotturinn okkar verið lokaður undanfarið. Í ljós kom að allar lagnir að pottinum voru mjög illa farnar, verkið var því mun stærra en viðgerð á einni affallslögn. Því þurfti að fjarlægja allar gömlu lagnirnar og setja nýjar í staðinn. Í pottum sem þessum er það talsverð aðgerð og hefur verið unnið að því hörðum höndum að vinna verkið vel. Nú eru smiðirnir að koma fyrir lagnarými sem heldur við allar lagnir til að lengja líftíma þeirra og einfalda seinna tíma viðhald. Þegar því líkur verður komið fyrir nýju lögnunum og flísar lagfærðar. Áætlað er að nuddpotturinn opni aftur um miðjan febrúar, en þá verði aðeins eftir frágangsvinna í kringum pottinn.

Við gerum okkur grein fyrir því að þetta skapar ákveðin óþægindi og biðjumst við velvirðingar á því. Það þótti hins vegar vera betri tími til að fara í slíkar framkvæmdir þegar minna er að gera yfir háveturinn, heldur en að vera í slíkum framkvæmdum á háannatíma yfir sumarið. Vonandi stenst okkar tímaplan og allir sýni þessum framkvæmdum skilning og þolinmæði.

Var efnið á síðunni hjálplegt?