Götusópun
Götusópun mun fara fram í sveitarfélaginu í næstu viku, byrjað verður mánudaginn 5. maí.
Sópað verður, í þessari röð, á Hvammstanga, á Laugarbakka, við Reykjatanga og á Borðeyri.
Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum ekki úti á götu þegar verið er að sópa til að tryggja að verkið takist sem best.
Eins eru forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja nýta sópinn á sínum bílastæðum beðin um að láta vita í síma 897-3087, Hreinsitækni.