Söfnun rúlluplasts

Söfnun rúlluplasts

Áætlað er að söfnun rúlluplasts fari fram dagana 30. júni - 3. júlí 2025 og áætlað er að byrja plastsöfnun í gamla Bæjarhreppi.

Þeir bændur sem vilja EKKI láta taka hjá sér rúlluplast tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is, sem fyrst.

Svo að plastið sé hæft til endurvinnslu er mjög áríðandi að það sé hreint og laust við aðskotahluti. Svart plast verður að flokka sér.

Það skal ítrekað að nú er söfnunaraðila ekki heimilt að fara inn í húsnæði bænda og við viljum árétta að plastið skal vera tilbúið á plani, aðgengilegt tækjum söfnunaraðila.

Frekari upplýsingar gefa starfsmenn Terra hf.

Var efnið á síðunni hjálplegt?