Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra

Auglýsing vegna breytingu á aðalskipulagi – Sindrastadir 3, L223272, Víðidal

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 12. júní 2025 að auglýsa lýsingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Sindrastaða 3 (L223272) í Víðidal.

Breytingin felst í því að:

  • skilgreint er nýtt verslunar- og þjónustusvæði (sjá kafla 3.2 í aðalskipulagi),
  • svæðið er ætlað byggingu hótels með um 60 – 120 herbergjum og 20 – 30 orlofshúsa til útleigu, í samræmi við áform landeigenda.

 

Tillaga að breytingu, upphafsáætlun og önnur fylgigögn verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins – www.hunathing.is – og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gefst öllum þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta kostur á að koma á framfæri skriflegum ábendingum eða athugasemdum.

Frestur til að skila inn ábendingum/athugasemdum er frá 18. júní til 18. júlí 2025.

Athugasemdir, merktar „Aðalskipulagsbreyting Sindrastadir “, skulu berast skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, eða í gegnum skipulagsgáttina.

Skipulagslýsingu má sjá hér

Virðingarfyllst,

Bogi Kristinsson Magnusen

Skipulags- og byggingafulltrúi Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?