Vegna viðgerðar á stofnlögn verður heitavatnslaust á Borðeyri mánudaginn 19. maí frá kl. 10:00 og fram eftir degi.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Frá íþróttamiðstöð Húnaþing vestra.
Vegna viðhalds á barnapottinum verður hann lokaður frá og með þriðjudeginum 13.maí og þangað til verkinu er lokið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Nýjasta dagbók sveitarstjóra er komin á vefinn. Ferðalag, fundahöld ýms og sveitarstjórnarfundur þar sem tekinn var fyrir ársreikningur sveitarfélagsins og tillaga um að ráðist verði í formlegar viðræður um sameiningu við Dalabyggð.
Dagbókin er aðgengileg hér.
Öldungamót Blaksambands Íslands er haldið á vorin í kringum Sumardaginn fyrsta og 1. maí og er eitt stærsta íþróttamót landsins með yfir 1.000 keppendur að jafnaði ár hvert. Aldurstakmarkið til að eiga keppnisrétt á mótinu er 30 ára á árinu.
Fyrsta grein reglugerðar mótsins er lýsandi fyrir markmið…
Farsældarteymi Húnaþings vestra hefur unnið að skipulagi Krakkasveiflunnar 2025 með það að markmiði að bjóða upp á metnaðarfullt og fjölbreytt starf fyrir öll börn á aldrinum 6-13 ára (1. - 7. bekkur) þar sem skapandi starf, hreyfing og útivera eru í forgrunni.
Skráningarfrestur er til og með 22. m…
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Hvammstanga.
Bíllinn verður við Íþróttamiðstöðina miðvikudaginn 14. maí nk. frá kl. 14:00-17:00
Allir velkomnir jafnt nýir sem virkir blóðgjafar á aldrinum 18-65 ára
Blóðgjöf er lífgjöf
https://www.blodbankinn.is/
Frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra
Vegna skyndihjálparnámskeiðs fyrir starfsmenn verður lokað í Íþróttamiðstöðinni föstudaginn 16. maí frá kl. 07:00–15:00.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra kom, sá og sigraði í Fiðringi, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, sem haldin var á Akureyri. Keppnin er í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Var þetta í fyrsta skiptið sem Grunnskólinn á lið í keppninni.
Unglingarnir okkar gerðu sér lítið…
Að þessu sinni eru tvær vikur undir í dagbók sveitarstjóra. Fer hún um víðan völll enda verkefnin fjölbreytt og óvenju mikið um ferðalög.
Dagbókarfærsluna er að finna hér.