Reglur um innheimtu og afskriftir viðskiptakrafna hjá Húnaþingi vestra

Skólabrú á Hvammstanga. Mynd: Ómar Eyjólfsson.
Skólabrú á Hvammstanga. Mynd: Ómar Eyjólfsson.

Því miður er það svo að á hverjum tíma er alltaf einhver fjöldi gjaldenda sem lendir í vanskilum við sveitarfélagið og/eða undirfyrirtæki þess. Í langflestum tilfellum er um tímabundinn vanda að ræða og fólk ýmist gerir upp skuld eða semur um greiðslur. Í einstaka tilfellum er þó þörf á frekari aðgerðum.

Á 1248. fundi byggðarráðs sem fram fór þann 30. júní 2025 samþykkti ráðið reglur um innheimtu og afskriftir viðskiptakrafna hjá Húnaþingi vestra. Reglunum er ætlað að tryggja að jafnræðis sé gætt við innheimtu og afskriftir viðskiptakrafna sveitarfélagsins, beina gjaldendum í viðeigandi úrræði lendi þeir í vanskilum með ákveðnar tegundir krafna og tryggja viðskiptahagsmuni sveitarfélagsins.

Reglurnar ná yfir allar kröfur sem stofnast í nafni Húnaþings vestra, stofnana og undirfyrirtækja.

Var efnið á síðunni hjálplegt?