Malbikunarframkvæmdir á Hvammstanga

Malbikunarframkvæmdir á Hvammstanga

Nú eru að fara að hefjast malbikunarframkvæmdir á Hvammstanga og við vonum að tíðin verði góð svo þær gangi vel fyrir sig. Slíkum framkvæmdum fylgir eðlilega eitthvert rask og viðbúið er að þurfi að loka einhverjum götum að hluta eða í heild á meðan á vinnu stendur. 

Þær götu sem á að malbika eru:

Höfðabraut frá Hirðu norður að hraðahindrun.

Brekkugata frá Hvammstangabraut að gatnamótum við Garðaveg

Hafnarbraut og Smiðjugata með grjótgarði, við hafnarvog, að Sjávarborg.

Kirkjuhvammsvegur frá Kirkjuvegi upp fyrir Lindarveg

 

Ekki er hægt að tímasetja hvenær verður farið í hverja götu. Þess vegna biðjum við íbúa að sýna verktökum og hvert öðru tillitssemi og þolinmæði á meðan á verkinu stendur.

Var efnið á síðunni hjálplegt?