Norræna skólahlaupið verður fimmtudaginn 12. september. Þá hlaupa allir nemendur og starfsmenn frá skólanum á Laugarbakka. Ræst verður kl. 12:30. Boðið er upp á þrjár vegalengdir, 2,5km, 5km og 10 km. Við hvetjum foreldra og alla þá sem áhuga hafa að taka þátt með okkur.
Tilkynning-Upplýsingar um göngur og réttir í Húnaþingi vestra.
Í kjölfar slæmrar veðurspár fyrir komandi helgi og tilmæla frá Almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna var ákveðið að hefja skipulega smölun sauðfjár í þremur af sex fjallskiladeildum sem starfandi eru í Húnaþingi vestra.
Í fjallskilastjórn Hrútafjarðar að austan fóru gangnamenn af stað í gær 27. ágúst. Fé verður rekið til réttar við Hrútatungurétt í dag 28. ágúst. Réttarstörf hefjast í Hrútatungurétt á morgun 29. ágúst kl. 09:00. Smölun hefur gengið vel og göngur eru fullmannaðar
Óvenju mikil forföll starfsmanna skólanna vegna gangna og rétta gera það að verkum, að þess er óskað að nemendur verði heima á morgun fimmtudag og/eða föstudag, þeir sem mögulega geta.
Vinsamlegast látið vita ef nemendur mæta ekki, bæði til skólans og viðkomandi bílstjóra. Athugið að skóli og gæsla verða eftir sem áður opin eins og venjulega þessa daga.
Með kveðju
stjórnendur
Minnum á að námsmenn þurfa að endurnýja umsókn um húsaleigubætur ef breytingar hafa orðið, t.d. á leigusamningi. Senda þarf inn þinglýstan leigusamning, staðfestingu frá skóla, upplýsingar um tekjur og skattframtal 2013.
Umsóknareyðublað er inn á heimasíðunni og rafræn skjöl má senda á henrike@hunathing.is.
Torfkofar og landabrugg Ljósmyndasýning í Húnaþingi vestra
Á fjölskylduhátíðinni Eldur í Húnaþingi, sem haldin var í lok júlí mánaðar sl., opnaði Húnaþing vestra, við formlega athöfn, ljósmyndasýningu í Brúarhvammi á Hvammstanga.
Bilun í Fífusundi Vegna viðgerða verður lokað fyrir heita vatnið í Fífusundi og Kirkjuvegi í dag 27. ágúst, frá klukkan 10:00 ogfram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Húnaþings vestra.
Bilun í Fífusundi Vegna viðgerða verður lokað fyrir heita vatnið í Fífusundi og Kirkjuvegi í dag 27. ágúst, frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Húnaþings vestra.