Álagningu fasteignagjalda í Húnaþingi vestra árið 2014 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ár og eldri og til fyrirtækja.
Borið hefur á því að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á útivistarsvæðinu í Kirkjuhvammi og gönguleiðum sem þar eru. Hundaskítur getur borið smit á milli hunda og er afar óþrifalegur og hvimleiður fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins. Því hvetjum við hundaeigendur til hirða upp eftir hunda sína á útvistarsvæðinu Kirkjuhvammi og hvar sem er á opnum svæðum sveitarfélagsins.
Framkvæmda- og umhverfissvið
Forvarnna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR starfar að eflingu geðheilbrigðis með þrjú markmið í huga :
Að styrkja þá sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða til náms með námsstyrkjum sem veittir eru í samræaði við meðferðaraðila.
Að draga úr fordómum með því að stuðla að aukinni og vandaðri fræðslu og umræðu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma.
Að hvetja til aukinnar sérhæfingar í geðheilbrigðisþjónustunni.
Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og því þurfa allir sem telja sig eiga rétt á húsaleigubótum að sækja um húsaleigubætur fyrir 2014.
Umsóknareyðublað er hægt að finna hér eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5.
Sveitarstjórn Húnaþings hefur samþykkt að leita eftiráhugasömum aðilum til að annast framleiðslu og þjónustu skólamáltíða (hádegisverðar) fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga og Laugabakka frá og með haustinu 2014 og að reka veitingastað á heilsársgrundvelli á Hvammstanga.
Jólatónleikar Tónlistarskólans verða skv. eftirfarandi:
9. desember 2013 kl. 17:00 og 18:30 í Félagsheimilinu Ásbyrgi
12. desember kl. 15:00 í Grunn- og leikskólanum á Borðeyri.
19. desember kl. 17:00 í Grunnskólanum á Hvammstanga (Nemendur Guðmundar Hólmars).
Umsóknum um styrki vegna aksturs barna/unglinga á íþróttaæfingar og í tónlistarskóla árið 2013, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst.