Fundur með fulltrúum Borgarbyggðar

Fulltrúar Borgarbyggðar og Húnaþings vestra
Fulltrúar Borgarbyggðar og Húnaþings vestra

Fulltrúar Borgarbyggðar og Húnaþings vestra ræða sameiginleg hagsmunamál v/ Arnarvatnsheiðar og Tvídægru.

Fundur starfshóps sveitarstjórna Borgarbyggðar og Húnaþings vestra um málefni Arnarvatnsheiðar- og Tvídægru var haldinn í Ráðhúsinu á Hvammstanga þann 2. apríl sl.

Á fundinum var m.a. fjallað um eftirtalin málefni:

  1. 1.     Norðlingafljót / Samgöngur

Rætt um stöðu verkefnis sem ályktað var um á sameiginlegum fundi sveitarstjórna Borgarbyggðar og Húnaþings vestra sem haldinn var í Álftakróki þann 20. ágúst sl.

Starfshópurinn er sammála um að ítreka ályktanir sveitarfélaganna frá síðasta ári um nauðsyn brúargerðar á Norðlingafljót. Einnig rætt um mikilvægi viðhalds Arnarvatnsheiðarvegar í heild sinni. Sveitarstjórum falið að ræða við fulltrúa Vegagerðarinnar um hönnun, fjármögnun og framkvæmd verkefnisins og kynna fyrir Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis, Samgöngunefnd Alþingis, vegamálastjóra og öðrum hlutaðeigandi.

Einnig var rætt um mikilvægi fjárframlaga Vegagerðarinnar til viðhalds styrkvega í sveitarfélögunum.

 

  1. 2.     Stöðugreining um eflingu ferðaþjónustu.

Fjallað um tækifæri á Arnarvatnsheiði til eflingar ferðaþjónustu og hvaða hindranir eru í veginum í því efni. Rætt um möguleika þess að unnin verði skýrsla til stöðugreiningar á þeim. Í þessu samhengi var m.a. rætt um samgöngur, skipulag, verndun umhverfis- og náttúru, hefðbundin not, uppbyggingu þjónustu, skálabyggingar, fjarskipti- og öryggismál, veiðar o.fl.

Rædd sú hugmynd að fá atvinnuþróunarskrifstofur landshlutasamtaka SSNV og SSV til vinna grunnskýrslu um þessi atriði.  Starfshópurinn felur sveitarstjórum að ræða um þetta verkefni við framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna.

 

  1. 3.     Þjóðlendumál.

Farið var yfir stöðu þjóðlendumála í sveitarfélögunum en fyrir liggur að kröfugerð Óbyggðanefndar til eignarhalds á þinglýstum eignarlöndum sveitarfélaganna eru umtalsverðar.

 

  1. 4.     Skipulagsmál.

Farið var yfir atriði er varðar stöðu skipulagsmála í sveitarfélögunum og varða Arnarvatnsheiði og Tvídægru m.a. skilgreinda hverfisvernd heiðarlandanna í Borgarbyggð. Aðalskipulagsgerð er í gangi í Húnaþingi vestra og stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið nú í vor. Í þeirri skipulagsgerð er m.a. gert ráð fyrir lækkun vegstæðis um Holtavörðuheiði. Fulltrúar Borgarbyggðar munu kynna þessa áherslu Húnaþings vestra í byggðarráði og sveitarstjórn.

 

  1. 5.     Varnargirðingar.

Rætt um skort á viðhaldi MAST á viðhaldi búfjárvarnargirðinga.

Sveitarstjórum falið að afla upplýsinga um viðhaldsþörf varnargirðingar á mörkum sveitarfélaganna frá viðkomandi fjallskilastjórnum.

 

Meðfylgjandi mynd var tekinn af fulltrúum sveitarfélaganna á fundinum.

Borgarbyggd.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?