LAUGARBAKKASKÓLI

Laugarbakkaskóli
Laugarbakkaskóli

Til sölu ef viðunandi tilboð fæst í allar fasteignir Laugarbakkaskóla í Miðfirði Húnaþingi vestra. Nánar tiltekið er um að ræða skólahús með kennslustofum, heimavist, mötuneyti, íþróttahúsi og íbúðum auk þess einbýlishús og parhús á leigulóð sveitarfélagsins. Heildarflatarmál fasteignanna er tæpir 4000 fermetrar. Heitt vatn frá Hitaveitu Húnaþings vestra. Áhugaverðar eignir. Síðastliðin ár hefur húsnæðið verið nýtt sem sumarhótel. Laugarbakki er miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og fasteignirnar eru um 2 km. frá Þjóðvegi 1.

 

Tilboðsgjafar þurfa að skila greinargerð um fyrirhugaða starfsemi í húseignum skólans. Seljendur áskilja sér rétt að taka hvaða tilboði sem er og eða að hafna öllum. Tilboðum og greinargerðum skal skila til undirritaðs fyrir 22. apríl 2014.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Leópoldsson magnus@fasteignamistodin.is og á skrifstofu Fasteignarmiðstöðvarinnar sími 550-3000/ 892-6000  sjá einnig

www fasteignamidstodin.is

 

Húnaþing vestra er miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar eða í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá þeim stöðum.  Íbúar í Húnaþingi vestra eru um 1170. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður kostur fyrir uppbyggingu fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og fjárfestingar.

2014 skóli Lbk pst.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?