Ljósveita sett upp á Hvammstanga

í þessari viku mun Míla setja upp búnað fyrir Ljósveitu í símstöðinni á Hvammstanga. Til að flýta fyrir lagningu á landsbyggðinni, er í fyrsta áfanga settur upp búnaður fyrir Ljósveitu í símstöðvar og geta íbúar sem búa í innan við 1000 metra línulengd frá símstöðinni tengst fljótt og vel. Hafa íbúar möguleika á að nálgast háhraðaþjónustu um Ljósveitu Mílu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki. 

 

Með því að tengjast Ljósveitu Mílu fá íbúar möguleika á allt að 50Mb/s til heimila og 25Mb/s frá heimilum. Aukinn gagnaflutningshraði Ljósveitu Mílu býður upp á móttöku á allt að fimm háskerpusjónvarpsstöðvum. Hraði og öryggi tengingarinnar skapar kjöraðstæður til fjarvinnu, afþreyingar og samskipta.

Frekari upplýsingar er að finna á http://www.mila.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?