Esther Hermannsdóttir ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 28. október sl. var samþykkt að ráða Esther Hermannsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs frá og með 1. nóvember 2013.

Esther útskrifaðist með kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2001 og starfaði sem  fulltrúi sýslumanns eftir útskrift, fyrst á Eskifirði og síðan hjá Sýslumanninum  á Akranesi til haustsins 2010. Esther var fulltrúi á lögmannsstofu árin 2010-2011 og sjálfstætt starfandi lögmaður frá 2011-2013.  Esther er hér með boðin velkomin komin til starfa hjá Húnaþingi vestra. Netfang hennar er esther@hunathing.is.

Esther var valinn úr hópi 6 umsækjenda sem er þakkað fyrir að sýna starfinu og sveitarfélaginu áhuga.

Eydís Aðalbjörnsdóttir fráfarandi sviðsstjóri mun starfa hjá út nóvembermánuð og vill undirritaður f.h. sveitarstjórnar Húnaþings vestra þakka henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins á liðnum árum og óska henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?