Tilkynningar og fréttir

Blóðbankinn á Hvammstanga

Blóðbankinn á Hvammstanga

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Hvammstanga. Bíllinn verður við Íþróttamiðstöðina miðvikudaginn 14. maí nk. frá kl. 14:00-17:00 Allir velkomnir jafnt nýir sem virkir blóðgjafar á aldrinum 18-65 ára Blóðgjöf er lífgjöf https://www.blodbankinn.is/
readMoreNews
Frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra Vegna skyndihjálparnámskeiðs fyrir starfsmenn verður lokað í Íþróttamiðstöðinni föstudaginn 16. maí frá kl. 07:00–15:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Íþrótta- og tómstundafulltrúi
readMoreNews
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra sem bar sigur úr býtum í Fiðringi 2025.

Lið Grunnskólans kom, sá og sigraði í Fiðringi

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra kom, sá og sigraði í Fiðringi, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, sem haldin var á Akureyri. Keppnin er í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Var þetta í fyrsta skiptið sem Grunnskólinn á lið í keppninni. Unglingarnir okkar gerðu sér lítið…
readMoreNews
Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta. Sem fyrr stoppaði skrúðgangan við sjúkrahúsið til að syngja fyrir …

Dagbók sveitarstjóra

Að þessu sinni eru tvær vikur undir í dagbók sveitarstjóra. Fer hún um víðan völll enda verkefnin fjölbreytt og óvenju mikið um ferðalög. Dagbókarfærsluna er að finna hér. 
readMoreNews
Vortónleikar Tónlistarskólans

Vortónleikar Tónlistarskólans

Vortónleikar Tónlistarskóla Húnaþing vestra verða þrennir að þessu sinni.
readMoreNews
Selir við Sigríðastaðarós. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Sveitarstjórnarfundur

391. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 8. maí kl. 15. Dagskrá: 2504005F - Byggðarráð - fundargerð 1243. fundar. 2504010 - Ársreikningur Húnaþings vestra 2024 - síðari umræða. 2412057 - Könnunarviðræður milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra. 231101…
readMoreNews
Götusópun

Götusópun

Götusópun mun fara fram í sveitarfélaginu í næstu viku, byrjað verður mánudaginn 5. maí. Sópað verður, í þessari röð, á Hvammstanga, á Laugarbakka, við Reykjatanga og á Borðeyri. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum ekki úti á götu þegar verið er að sópa til að tryggja að verkið takist sem best. Eins eru forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja nýta sópinn á sínum bílastæðum beðin um að láta vita í síma 897-3087, Hreinsitækni.
readMoreNews
Skráning í vinnuskóla sumarið 2025 - framlengdur umsóknarfrestur til 18. maí

Skráning í vinnuskóla sumarið 2025 - framlengdur umsóknarfrestur til 18. maí

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2025 stendur til boða fyrir 13-17 ára ungmenni sem lögheimili hafa í Húnaþingi vestra eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu. HÉR Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00.
readMoreNews
Sigur í riðlakeppni Skólahreysti

Sigur í riðlakeppni Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings fór með sigur úr býtum í riðlakeppni Skólahreysti sem fram fór 30. apríl. Sigruðu þau í þremur keppnisgreinum af fimm. Hafþór Ingi sigraði í upphífingum, Jóhanna Guðrún í hreystigreip og Inga Lena og Daníel í hraðaþraut. Sigurinn færir þeim sæti í úrslitum keppninar sem fram…
readMoreNews
Skólahreysti í beinni útsendingu á RÚV

Skólahreysti í beinni útsendingu á RÚV

Fyrstu tveir riðlar í Skólahreysti 2025 verða í dag á Akureyri og fara þeir fram í Íþróttahöllinni kl 17.00 og kl 20.00 í beinni útsendingu á RÚV - stillið inn og eigið skemmtilega stund með frábærum unglingum.
readMoreNews