Kvenfélagið Iðunn á Borðeyri gefur leikskólanum gjöf

Kvenfélagið Iðunn á Borðeyri gefur leikskólanum gjöf

Hin árlega félagsvist Kvennabandsins í Húnaþingi vestra fór fram í janúar síðastliðnum. Kvenfélagið Iðunn á Borðeyri hefur tekið þátt í félagsvistinu undanfarin ár og að þessu sinni ákvað félagið að nýta ágóðan af spiladeginum á Borðeyri til kaupa á björgunartækinu LifeVac og afhenda leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga að gjöf. 

Björgunartæki þetta er nýlega komið á markað og hefur þegar sannað gildi sitt, en það er skilgreint sem fyrsta flokks lækningavara í evrópu og bandaríkjunum og er vottað af Lyfjastofnun Íslands. Tækið auðveldar viðbragðsaðilum að losa hlut sem situr fastur í öndunarvegi fólks. 

Þó það sé ósk allra að aldrei þurfi að nota tækið þá er óneitanlega afar gott að vita af því uppi á vegg í húsnæði leikskólans. Sveitarfélagið þakkar Kvenfélaginu Iðunni kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Var efnið á síðunni hjálplegt?