Henrike og Kristín með erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um samþætta þjónustu

Henrike og Kristín með erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um samþætta þjónustu

Í síðustu viku tóku tveir starfsmenn úr Húnaþingi vestra, Henrike Wappler félagsráðgjafi og Sesselja Kristín Eggertsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni ICIC25 – International Conference on Integrated Care, sem haldin var í Lissabon í Portúgal dagana 14. - 16. maí 2025.

Ráðstefnan, sem er haldin árlega af International Foundation for Integrated Care (IFIC), er stærsti vettvangur heims fyrir fagfólk og stefnumótendur sem vinna að samþættri heilbrigðis- og félagsþjónustu. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var: “Person-centred Integrated Care: Creating Shared Goals Across Sectors”, og komu þar saman þátttakendur frá yfir 40 löndum til að kynna nýjungar, miðla reynslu og efla alþjóðlega samvinnu.

Kynntu Snælduna – samþætta heimaþjónustu í heimabyggð

Henrike og Kristín héldu sameiginlegt erindi þar sem þær kynntu samþætta heimaþjónustu í Húnaþingi vestra, sem ber heitið Snældan. Í erindinu fjölluðu þær um hvernig samþætt þjónusta við eldri borgara hefur verið þróuð og útfærð í heimabyggð, meðal annars í gegnum þátttöku sveitarfélagsins í þróunarverkefninu Gott að eldast. Þær lögðu áherslu á mikilvægi samvinnu heilbrigðis- og félagsþjónustu og hvernig hún getur stuðlað að bættri þjónustu og lífsgæðum eldra fólks á svæðinu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?