Tilkynningar og fréttir

Fyrstu tölur úr sundkeppni sveitarfélag

Frábært! Eftir fyrsta daginn í sundkeppninni á milli sveitafélaga eru við í 7. sæti með 19 m á hvern íbúa.   Þá er komið að fyrstu tölum úr Sundkeppni sveitarfélaga sem fram fer í Hreyfiviku UMFÍ dagana 23. – 29. maí.   Keppnin fer vel af stað. 39 sveitarfélög eru skráð til leiks í ár sem er aukning um fimm sveitarfélög frá því í fyrra.
readMoreNews

DAGSKRÁ hreyfivikunnar í Húnaþingi vestra

Dagana 23. maí til 29. maí stendur yfir Hreyfivika (Move Week) í Evrópu. Húnaþing vestra tekur þátt í annað skipti. Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum HÉR má sjá dagskrá hreyfivikunar í Húnaþingi vestra. HÉR má sjá upplýsingar um sundkeppni sveitarfélagana - skráning sundmetra
readMoreNews

Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) annað árið í röð. Hreyfivikan í ár verður dagana 23.-29. maí n.k. Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig a.m.k. 30 mínútur á dag. Einn liður í hreyfivikunni er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Árið 2015 tóku 28 sveitarfélög virkan þátt í keppninni og syntu 4.300 einstaklingar samanlagt 4.900 kílómetra sem er álíka langt og frá Íslandi til New York!
readMoreNews

Hreyfileikur fyrir alla fjölskylduna

Hreyfileikur fyrir alla fjölskylduna Nú er tækifærið fyrir alla fjölskylduna að hreyfa sig saman með því að taka þátt í skemmtilegum fjölskylduleik í hreyfivikunni.  Það sem þið gerið er eftirfarandi: Takið þátt í neðangreindum viðburðum, takið myndir af ykkur í hverjum viðburði fyrir sig og póstið á instagram eða facebook með myllumerkinu #hreyfileikurhvt. Myndirnar þurfa að birtast í hreyfivikunni. Athugið að instagram reikningingur þarf að vera opinn svo að myndirnar sjáist.  Vinningar:  1. Árskort í Íþróttamiðstöð fyrir fjölskylduna  2. Út að borða á Sjávarborg  fyrir fjölskylduna  3. Árskort fyrir fjölskylduna í sund
readMoreNews

Vinnuskóli Húnaþings vestra 2016

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni.  Vinnuskólinn hefst 7. júní.
readMoreNews

Sundlaug - tilkynning

Kvennaklefinn verður lokaður frá kl 14:00 til 15:00 vegna hreinsun á loftræstikerfinu, við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti ollið
readMoreNews

Tækifæri í fjárfestingu í atvinnulífi á Norðurlandi

Kynningarfundir með fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. verða haldnir miðvikudaginn 11. mai n.k. klukkan 12 í Eyvindarstofu á Blönduósi (boðið verður upp á súpu og brauð) klukkan 15 í Hlöðunni á Hvammstanga (boðið verður upp á kaffi og með því)
readMoreNews

Frá Félagsheimilinu Hvammstanga- Eurovision í beinni

Félagsheimilið Hvammstanga býður alla velkomna í beina útsendingu á Eurovision í dag þriðjudaginn 10. maí.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

271. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Laus störf í Grunnskóla Húnaþings vestra

Laus störf í Grunnskóla Húnaþings vestra 40-50% starf smíðakennara frá 1. ágúst 2016 á yngsta stigi. Kennsluréttindi í grunnskóla skilyrði og ráðið samkvæmt kjarasamningi FG og SNS. 100% tímabundin staða stuðningsfulltrúa og umsjónarmanns frístundastarfs frá 1. ágúst til 31. desember 2016. Ráðið er samkvæmt kjarasamningi Samstöðu og SNS. Tvær 100% stöður stuðningsfulltrúa frá 1. ágúst 2016 eða fyrr. Ráðið er samkvæmt kjarasamningi Samstöðu og SNS. 100% staða skólaliða frá 1. ágúst 2016 eða fyrr. Ráðið er samkvæmt kjarasamningi Samstöðu og SNS. 50% staða skólaliða frá 1. ágúst 2016 eða fyrr. Ráðið er samkvæmt kjarasamningi Samstöðu og SNS.
readMoreNews