Tilkynningar og fréttir

Norðurslóðaáætlunin (NPA) Styrkumsóknir

Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA  óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3.  Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum,  hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa. 4.  Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri arfleið. Nánari upplýsingar um áherslur á þriðja umsóknarfresti er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/fileadmin/Calls/Third_Call/Third_Call_Announcement.pdf
readMoreNews

Frá hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna bilunar í hitaveitulögn geta orðið sveiflur á heita vatninu í dag á svæðinu Laugarbakki, Hvammstangi, Gauksmýri.
readMoreNews

Fundarboð 259. fundar sveitarstjórnar

259. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.
readMoreNews

Tilkynning frá svæðisvakt RARIK norðurlandi

Straumlaust verður í Miðfirði Húnaþingi vestra þriðjudaginn 6.október frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennukerfið, sjá myndir.
readMoreNews

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
readMoreNews

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfiviku UMFÍ er lokið að þessu sinni. Ísland komst á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Viðburðirnir í Húnaþingi vestra voru þokkalega vel sóttir og lögðu ca. 1000 manns leið sína í íþróttamiðstöðina þessa vikuna.
readMoreNews

Staðan í sundkeppni sveitarfélaga eftir 3 daga

Staðan eftir þrjá fyrstu dagana í sundkeppni á milli sveitarfélaga er að Húnaþing vestra er í sjötta sæti. Við erum búin að synda 49 m á hvern íbúa. Nú mæta allir í sund og synda þá daga sem eftir er í hreyfivikunni. KOMA SVO!!!
readMoreNews

Staðan í sundkeppni sveitarfélaga eftir 4 daga

Það heldur áfram að vera líf og fjör í sundkeppni sveitarfélaganna. Það er greinilegt að þessi keppni er ákaflega jákvæð og hvetjandi fyrir fólk. Sundkeppnin stendur til sunnudagsins 27. september þannig að úrslit verða birt nk. mánudag. Höldum áfram að vera hvetjandi og breiða út boðskap um mikilvægi hreyfingar. Allir í sund! Hér að neðan má sjá niðurstöður úr sundkeppni sveitarfélaga eftir 4 daga!  
readMoreNews

Auglýsing - skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 16. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið liggur neðan Strandgötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha að stærði.  Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem  hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.
readMoreNews

Húnaþing vestra í 2. sæti í sundkeppni sveitarfélaganna eftir fyrsta dag hreyfiviku!

Hreyfivikan byrjar vel í Húnaþingi vestra og fékk Íþróttamiðstöðin um það bil 131 gesti í gær,mánudag! Hér að neðan má svo sjá niðurstöður úr sundkeppni sveitarfélaganna eftir fyrsta daginn og gaman að sjá að okkar sveitarfélag er í 2. sæti sem við getum að sjálfsögðu verið stolt af.
readMoreNews