Tilkynningar og fréttir

Frá íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra hefur nú tekið í notkun nýtt „spinning“ hjól. Hjólið er af gerðinni Life Fitness Lifecycle GX og leysir af hólmi eldra þrekhjól. Nýja tækið nýtur nú þegar nokkurra vinsælda hjá iðkendum í þrektækjasal.
readMoreNews

Sameiginleg mál- og læsisstefna leik- og grunnskóla

Skólastjórnendur leik-og grunnskóla í Austur Húnvatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskólanum á Hólmavík hafa ákveðið að  vinna að sameiginlegri mál- og læsisstefnu skólanna í samræmi við ákvæði í Aðalnámskrá leik- og grunnskóla.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

 262. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.   Dagskrá:
readMoreNews

Eldvarnarvika í Húnaþingi vestra

Brunavarnir Húnaþings vestra hafa undanfarin ár nýtt Eldvarnarvikuna sem er síðasta vika nóvembermánaðar ár hvert til þess að keyra tvö aðskilin forvarna og fræðsluverkefni á sviði brunavarna. Annars vegar er um að ræða heimsókn í leikskóla þar sem börnin fá fræðslu um eldvarnir og eru virkjuð sem aðstoðarmenn slökkviliðsins. Farið er yfir eldvarnir leikskólans, s.s. slökkvitæki, reykskynjara, ÚT-ljós ofl. einnig fara þau með verkefni heim sem þau vinna með foreldrum um eldvarnir heimilanna. Skemmtilegir leikir fyrir börn.
readMoreNews

HROSS Í ÓSKILUM

1-2 vetra gamalt hesttryppi er í óskilum á Þóreyjarnúpi í Húnaþingi vestra. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ingvari Jóhannssyni búfjáreftirlitsmanni í síma 848-0003.
readMoreNews

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016   Grundarfjarðarbær  (Grundarfjörður) Vesturbyggð (Patreksfjörður)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1043/2015 í Stjórnartíðindum
readMoreNews

Uppistand og fyrirlestur í Orion

Biggi blindi verður með uppistand og fyrirlestur um blinda og sjónskerta í félagsmiðstöðinni Oríon, föstudaginn 20. nóvermber kl. 17 Frekari upplýsingar má sjá hér
readMoreNews

Ný uppfærð kortasjá Húnaþings vestra

Hér til hliðar, upp í vinstra horninu, má sjá ný uppfærða kortasjá fyrir Húnaþing vestra
readMoreNews

Skáknámsskeið 27. og 28. nóvember

Fyrirhugað er að hafa skáknámskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára í skólanum á Hvammstanga ef næg þátttaka næst. Hámarksfjöldi er 17, fyrstur kemur fyrstur fær. Um er að ræða fjögur skipti kl. 11:00 - 14:00 og 15:00 - 17:00 á laugardeginum (1 klst. pása) og kl. 11:00 - 14:00 og 15:00 - 17:00 á sunnudeginum. Samtals 10 klst. námskeið. Verð er 500 kr. Kennari er Birkir Karl Sigurðsson. Skráningarfrestur er til hádegis 24. nóvember, skráning fer fram á netfangið siggi@hunathing.is
readMoreNews

Starf Íþrótta- og tómstundafulltrúa

Húnaþing vestra leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa. Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa er 80% og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 2. janúar nk.
readMoreNews