Samkvæmt sorphirðudagatali Húnaþings vestra fer fram hirðing á heimilissorpi á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 5. nóvember. Íbúar eru vinsamlega beðnir að moka frá sorptunnum við heimili sín og hafa aðgegni gott, til að þjónustan geti farið fram.
Með von um gott samstarf.
Húnaþing vestra og Urðun ehf.
Auglýsing um kjörfund vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012.
Kjörstaður í Húnaþingi vestra er í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, gengið inn frá Kirkjuvegi. Kjörfundur hefst kl. 09.00 og lýkur honum kl. 18:00.
Kjörskrá Húnaþings vestra vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 20. október 2012 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá og með 10. október 2012 til kjördags.
Hvammstangi 8. október 2012.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.