Maria Gaskell nýr skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra
Á 339. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að ráða Mariu Gaskell sem skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Maria hefur langa reynslu af tónlistarkennslu og stjórnun bæði hér á landi og erlendis.
Hoppubelgurinn við leik-og grunnskólann verður ekki blásinn upp að sinni. Þegar farið var að huga að því að hleypa lofti í belginn kom í ljós eins og hálfs meters löng rifa á dúknum. Verið er að vinna að lagfæringu.