Tilkynningar og fréttir

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

269. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2016 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.  
readMoreNews

Auglýsing

um óverulega breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Húnaþings vestra 2014 – 2026. Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt eftirfarandi óverulega breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026.
readMoreNews

Heimilissorptunnur í vesturhluta Hrútafjarðar

Sorptunnur sem átti að koma til heimila í vesturhluta Hrútafjarðar s.l. föstudag verða keyrðar út í dag, mánudag 4. apríl. Við biðjumst afsökunar á þessari seinkun.  Ástæða fyrir þessari seinkun er sú að það vantaði hluta af tunnubúnaði í sendinguna. ATH. Gámar sem hafa verið við Verkstæði SG á Borðeyri hafa verið fjarlægðir.
readMoreNews

Fjölbreytileiki einhverfunnar fyrirlestur

Fjölbreytileiki einhverfunnar Fyrirlestur í boði leik-og grunnskóla Húnaþings vestra og foreldrafélaga skólanna verður haldinn þann 5. apríl næstkomandi Sjá auglýsingu hér Við viljum benda á að fyrirlesturinn er opinn öllum og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta á áhugaverðan og fræðandi fyrirlestur.
readMoreNews

Nýr sorphirðuverktaki í Húnaþingi vestra

Í dag, 1. apríl 2016, tekur í gildi nýr verksamningur um sorpþjónustu í Húnaþingi vestra. Þann 23. mars s.l. var skrifað undir samning við Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. að undangengnu útboði. Samningurinn er til næstu 5 ára.  Um leið og fyrri verktökum er þakkað samstarfið síðustu árin, þá bjóðum við Vilhelm og hans starfsfólk velkomið til starfa. Húnaþing vestra væntir mikils af samstarfi við nýjan verktaka. 
readMoreNews

Með sunnudagskaffinu. Fyrirlestur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Núna er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlestraröð byggðasafnsins þetta árið. Að þessu sinni mun Sigrún Antonsdóttir koma til okkar og fjalla um Spánverjavígin 1615 á Vestfjörðum. Spánverjar stunduðu um tíma hvalveiðar hér við land við litlar vinsældir Danakonungs. Þann 21. september 1615 fórust Basknesk hvalveiðiskip í ofsaveðri í Reykjafirði á Ströndum. Stuttu síðar voru skipsbrotsmenn myrtir af bændum héraðsins eftir skipun Ara Magnússonar í Ögri.
readMoreNews