Heimilissorptunnur í vesturhluta Hrútafjarðar

Sorptunnur sem átti að koma til heimila í vesturhluta Hrútafjarðar s.l. föstudag verða keyrðar út í dag, mánudag 4. apríl. Við biðjumst afsökunar á þessari seinkun. 

Ástæða fyrir þessari seinkun er sú að það vantaði hluta af tunnubúnaði í sendinguna.

ATH. Gámar sem hafa verið við Verkstæði SG á Borðeyri hafa verið fjarlægðir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?