Samkvæmt sorphirðudagatali verður sorp hirt á Hvammstanga og Laugarbakka nk. mánudag. Við viljum minna íbúa á að moka snjó frá sorpílátum eins og þörf krefur til að halda greiðfærri leið að þeim.
Kertaafgöngum er hægt að skila til Iðju, Brekkugötu 14 (neðri hæð), hægt er að skilja poka eftir fyrir utan dyrnar ef enginn er á staðnum. Þar verða þau brædd upp og notuð til að gera ný kerti. Vaxið er gott hráefni til endurvinnslu sem við ættum ekki að láta fara til spillis. Síminn í Iðju er: 451-2926.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kirkjuhvammi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kirkjuhvammi, upplýsingar:Deiliskipulag Kirkjuhvammur -útivistarsvæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kirkjuhvammi.Uppdráttur KirkjuhvammurGreinargerð Kirkjuhvammur
Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur. Við endurnýjun þarf að fylgja umsókn, staðfest skattframtal 2011 og launaseðlar þriggja síðustu mánaða þeirra sem lögheimili/búsetu eiga í íbúðinni.
Eftirfarandi breytingar verða á opinberri þjónustu ríkisins í fyrrum Bæjarhreppi:1. Sýslumaðurinn á Blönduósi tekur við verkefnum sýslumannsins á Hólmavík.Helstu verkefni eru þessi:a. Innheimta opinberra gjaldab. Umboð fyrir Tryggingastofnun ríkisins.c. Þinglýsingard. Sifjamále. Dánarbússkiptif. Aðf…