Frá Leikskólanum Ásgarði

Kæru sveitungar framundan er hátíð hjá okkur í leikskólanum Ásgarði, því að Dagur leikskólans verður haldin hátíðlegur um land allt mánudaginn 6. febrúar. Einkunnarorð dagsins eru Við bjóðum góðan dag alla daga. Af því tilefni verður sérstök kynning á þróunarverkefninu Leikur er barna yndi í skólanum. Frá því í haust hefur starfsfólk skólans unnið að því að gera breytingar í skólastarfinu útfrá hugmyndafræði sem byggir á jákvæðri sálfræði. Umhverfi nemenda hefur verið endurskipulagt út frá því þannig að leikur þeirra og nám flæðir um skólahúsnæðið. Hugmyndafræðin byggir á bókinni Finding Flow eftir kennimanninn. Mihaly Csikszentmihalyi. Leikskólinn verður opin gestum og gangandi þennan dag þar sem gestir geta upplifað breytingaferlið, hvað verið er að gera og hvernig nemendur eru að upplifa flæðið.

Verið hjartanlega velkomin, við verðum með bros á vör mánudaginn 6. febrúar frá kl. 9 – 11 og 13 – 14:15.

Guðrún Lára Magnúsdóttir
leikskólastjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?