Frístundakort

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi því sem verið hefur á afgreiðslu frístundakorta. Á næstu dögum munu foreldrar/forráðamenn barna í Húnaþingi vestra sem rétt eiga á frístundakorti fá sent bréf, sem gildir sem inneign fyrir þátttökugjaldi í íþrótta-og tómstundastarfi. Nánari skýringar um notkun koma fram í bréfinu.
Athugið að geyma bréfin vel því ekki verða gefin út ný bréf í stað þeirra sem glatast.

Reglur um frístundakort er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra undir reglugerðir og samþykktir. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Húnaþings vestra sími 455-2400.
Skrifstofustjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?