Nú á dögunum tóku nokkrir vaskir menn sig saman og smíðuðu palla á folf völlinn. Það er ánægjulegt að sjá svona frumkvæði hjá þessum óeigingjörnu sjálfboðaliðum. Sveitarfélagið færir öllum hlutaðeigandi sínar bestu þakkir.
Hátíðin Eldur í Húnaþingi stendur yfir vikuna 21. - 27. júlí. Að venju er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá.
Við hvetjum íbúa sveitarfélagsins, gesti og í raun bara alla sem vettlingi geta valdið að gera sér glaðan dag og njóta þessara viðburða í botn út vikuna.
Heimasíða hátíðarin…
AUGLÝSING UM ÓVERULEGA BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI HÚNAÞINGS VESTRA 2014–2026
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 12. júní 2025 að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014–2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Húnaþing vestra auglýsir eftir hugmyndum að uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands. Forgangsverkefni á áfangastaðaáætlun fá viðbótar stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á verkefn…
Á síðasta sveitarstjórnarfundi samþykkti sveitarstjórn tillögu starfshóps um að ráðist yrði í deiliskipulag svokallaðs Miðtúnsreits sem liggur vestan við Nestún á Hvammstanga. Er hugmyndin að þar verði skipulagt nýtt hverfi með íbúðum fyrir 50 ára og eldri, svokallaður lífsgæðakjarni. Staðsetningin …
Reglur um innheimtu og afskriftir viðskiptakrafna hjá Húnaþingi vestra
Því miður er það svo að á hverjum tíma er alltaf einhver fjöldi gjaldenda sem lendir í vanskilum við sveitarfélagið og/eða undirfyrirtæki þess. Í langflestum tilfellum er um tímabundinn vanda að ræða og fólk ýmist gerir upp skuld eða semur um greiðslur. Í einstaka tilfellum er þó þörf á frekari aðge…