Tilkynningar og fréttir

Grænfáninn í Grunnskóla Húnaþings vestra

Þann 6. janúar s.l. afhenti Orri Páll Jóhannsson fulltrúi Landverndar Grunnskóla Húnaþings vestra Grænfánann sem tákn um framúrskarandi starf að umhverfismálum í skólanum. Unnið hefur verið að þessu marki í nokkur misseri innan skólans en 25. mars 2009 sótti skólinn um að gerast skóli á grænni grein og þá hófst formlegur undirbúningur.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

193. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2012 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews

Sorphirða

Samkvæmt sorphirðudagatali verður sorp hirt á Hvammstanga og Laugarbakka nk. mánudag. Við viljum minna íbúa á að moka snjó frá sorpílátum eins og þörf krefur til að halda greiðfærri leið að þeim.
readMoreNews

Kertaafgangar eftir jólin

Kertaafgöngum er hægt að skila til Iðju, Brekkugötu 14 (neðri hæð), hægt er að skilja poka eftir fyrir utan dyrnar ef enginn er á staðnum. Þar verða þau brædd upp og notuð til að gera ný kerti. Vaxið er gott hráefni til endurvinnslu sem við ættum ekki að láta fara til spillis. Síminn í Iðju er: 451-2926.
readMoreNews

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Ósum Vatnsnesi

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Ósum Vatnsnesi.
readMoreNews

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kirkjuhvammi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kirkjuhvammi, upplýsingar:Deiliskipulag Kirkjuhvammur -útivistarsvæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kirkjuhvammi.Uppdráttur KirkjuhvammurGreinargerð Kirkjuhvammur
readMoreNews

Afleysingastarf í íþróttamiðstöð

Laust er starf við afleysingu í íþróttamiðstöð fram að sumarleyfum. Unnið er aðra hverja helgi og öll fimmtudagskvöld.
readMoreNews

HÚSALEIGUBÆTUR 2012

Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur.  Við endurnýjun þarf að fylgja umsókn, staðfest skattframtal 2011 og launaseðlar þriggja síðustu mánaða þeirra sem lögheimili/búsetu eiga í íbúðinni.
readMoreNews

Starf við Grunnskóla Húnaþings vestra

Laust er til umsóknar tímabundið starf skólaliða við Grunnskóla Húnaþings vestra. Um er að ræða 50% starf. 
readMoreNews