HÚSALEIGUBÆTUR 2012

Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur.

Við endurnýjun þarf að fylgja umsókn, staðfest skattframtal 2011 og launaseðlar þriggja síðustu mánaða þeirra sem lögheimili/búsetu eiga í íbúðinni.

Ef breyting hefur orðið á leigusamningi þarf nýr þinglýstur samningur að fylgja.
Foreldri barns yngra en 18 ára þarf að staðfesta umsóknina.

Námsmenn sem hafa framvísað skattframtali ársins 2011 þurfa eingöngu að skila nýrri umsókn og staðfestingu á skólavist vorannar 2012.

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5 Hvammstanga.

Ath! Til að fá bætur greiddar fyrir janúarmánuð þurfa umsóknir að berast fyrir 16. janúar 2012 til félagsþjónustu Húnaþings vestra.

Þeir íbúar sem rétt eiga á húsaleigubótum og áður tilheyrðu Bæjarhreppi eiga nú einnig að senda umsóknir og tilheyrandi gögn til Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

Upplýsingar gefur Henrike Wappler, sími: 455-2400.
Netfang: henrike@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?