Tilkynningar og fréttir

Frá Grunnskóla Húnaþings vestra

Allt skólahald í Grunnskóla Húnaþings vestra, skólaakstur og frístund, verður fellt niður vegna veðurspár á morgun, þriðjudaginn 8. desember 2015. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að vera ekki á ferli fyrr en veður lægir. Skólinn opnar aftur miðvikudagsmorguninn 9. desember. Skólastjóri
readMoreNews

Íþróttamiðstöð/sundlaug lokuð frá 16 í dag vegna slæmrar veðurspár

Athugið að íþróttamiðstöð/sundlaug verður lokuð frá klukkan 16:00 í dag vegna slæmrar veðurspár. Íþrótta-og tómstundarfulltrúi
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna vinnu í dælustöð verður lokað fyrir heitt vatn á Laugarbakka, Hvammstanga og Línakradal miðvikudaginn  9. desember  frá kl. 09:00.  Áætlað er að vinna standi yfir til kl. 10:00
readMoreNews

Frá Leikskólanum Ásgarði

Vegna slæmrar veðurspár fellur allt skólahald niður á morgun 08.12.2015, og verður leikskólinn því lokaður.   Athugað verður með stöðuna á veðurspá fyrir hádegi á morgun og þá metið hvort leikskólinn verði opnaður eftir hádegi eða frá klukkan eitt. Foreldrar leikskólabarna eru vinsamlega beðin um að fylgjast með tölvupósti milli 11.00 og 12.00 á morgun.
readMoreNews

Jólatónleikar Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Jólatónleikar nemenda í Tónlistarskóla Húnaþings vestra verða skv. eftirfarandi:
readMoreNews

Hundahreinsun

Alla hunda á Hvammstanga og Laugarbakka ber að koma með til hundahreinsunar í áhaldahús Húnaþings vestra Búlandi 3, Hvammstanga, fimmtudaginn 03. desember 2015 milli klukkan 16:00-18:00.
readMoreNews

Afmæli hitaveitu á Hvammstanga í dag

Í dag, 2. desember 2015, eru 43 ár síðan hitaveita var sett í fyrsta hús á Hvammstanga.  Það var árið 1972.  Fyrsta húsið var hús Sparisjóðs Vestur Húnavatnssýslu en það húsnæði hýsir Ráðhús Húnaþings vestra í dag.  Í framhaldinu var lögð hitaveita um allan Hvammstanga.  Af því tilefni kom guðfaðir hitaveitunnar, Brynjólfur Sveinbergsson, með kökur og kaffi á skrifstofuna.
readMoreNews

Lógókeppni fyrir félagmiðstöðina Orion

Ungmennaráð hefur ákveðið að setja afstað lógo keppni fyrir Félagsmiðstöðina Órion. Eins og stendur er ekki til neitt Lógo fyrir Órion og þess vegna höfum við ákveðið að leita til ykkar og setja af stað smá keppni.  
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Notendur hitaveitu eru beðnir að lesa af hitaveitumælum í fasteignum sínum sem fyrst og senda til Húnaþings vestra. Senda má tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is eða hringja á skrifstofu Ráðhúss í síma 455-2400.
readMoreNews