Sveitarstjórn

394. fundur 09. október 2025 kl. 15:00 - 16:04 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Borghildur Haraldsdóttir
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá
Fundargerð 1255. fundar byggðarráðs frá 22. september sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

1.Byggðarráð - 1255

Málsnúmer 2509011FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1256. fundar byggðarráðs frá 22. september sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.Byggðarráð - 1256

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1257. fundar byggðarráðs frá 6. október sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3.Byggðarráð - 1257

Málsnúmer 2509013FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1257 Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1257 Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra í samráðsvettvang Sóknaráætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1257 Byggðarráð samþykkir að úthluta Dictum ehf. íbúðina að Garðavegi 18, neðri hæð, til 30. september 2026.
  • Byggðarráð - 1257 Málið var lagt fram á 156. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Byggðarráð veitti umsögn um málið á 1243. fundi sínum þann 28. apríl 2025 þar sem gerð var athugasemd við að með frumvarpinu yrði lögð fram ein innviðastefna fyrir öll málefnasvið ráðuneytisins. Í því frumvarpi sem nú er lagt fram er horfið frá þeim áformum. Byggðarráð fagnar þeirri breytingu. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum er hins vegar gerð sú breyting á 4. gr. að í stað þess að skipa skuli þrjú stefnuráð skipi ráðherra „stefnuráð, eitt eða fleiri“. Með því er opnað á þann möguleika að þrátt fyrir að stefnur séu lagðar fram á hverju málefnasviði sé aðeins eitt ráð sem ber ábyrgð á undirbúningi og vinnu við þær allar. Byggðarráð gerði athugasemd við þá breytingu þegar málið var lagt fram á síðasta þingi með þeim rökum að málefnasvið á sviði samgöngu-, byggðamála og fjarskipta er afar breitt sem getur komið niður á gæðum vinnunnar sökum skorts á sérþekkingu. Auk þess yrði vinnan afar viðamikil. Í skýringum með frumvarpsdrögunum eru megin rökin með einu stefnuráði m.a. tilgreind aukin samhæfing í stefnumörkun á málefnasviðum ráðuneytisins. Samhæfingu má að mati byggðarráðs auðveldlega ná fram með öðrum leiðum en að fela einu þriggja manna ráði ábyrgð á vinnu við allar stefnur á málefnasviði ráðuneytisins. Byggðarráð Húnaþings vestra ítrekar þá athugasemd og leggur til að horfið verði frá þeim áformum að skipað verði eitt stefnuráð.
  • Byggðarráð - 1257 Sveitarstjóra falið að vinna drög að umsögn um málið.
  • Byggðarráð - 1257 Málið var áður lagt fram á 156. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Það er nú endurflutt með breytingum í samræmi við nefndarálit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Byggðarráð veitti svohljóðandi umsögn um málið á 124. fundi sínum sem haldinn var þann 31. mars 2025:

    Byggðarráð Húnaþings vestra styður mótun heildrænnar borgarstefnu fyrir Ísland. Ráðið telur mikilvægt að í slíkri stefnu sé skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur höfuðborgar og svæðisborgar gagnvart landsbyggðunum. Í framkomnum drögum vantar að mati ráðsins nokkuð þar upp á og meðal annars nauðsynlegt að rík áhersla sé lögð á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítalans í þjónustu við landsbyggðirnar. Einnig leggur ráðið áherslu á að til viðbótar við samgöngur á lofti er brýnt að samgöngur á landi séu viðunandi svo íbúar landsbyggðanna hafi sem best aðgengi að þjónustu í höfuðborginni. Í því sambandi vill ráðið leggja áherslu á að ráðist verði í byggingu Sundabrautar sem allra fyrst enda sýni greiningar að íbúar Húnaþings vestra sæki sér þjónustu sem ekki er veitt í nærumhverfi að mestu á höfuðborgarsvæðið. Sú framkvæmd myndi auðvelda aðgengi íbúa á vestur- og norðurhluta landsins að þjónustu í Reykjavík til mikilla muna. Byggðarráð tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í umsögn Skagafjarðar og fleiri sveitarfélaga um að þess verði gætt að borgarstefna leiði ekki til þess að dregið verði úr nauðsynlegri uppbyggingu grunninnviða annarsstaðar á landinu m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Með öðrum orðum að stefnan leiði til uppbyggingar en ekki til frekari skerðinga á þjónustu á landsbyggðunum en orðið er.

    Byggðarráð ítrekar framangreinda umsögn.
  • Byggðarráð - 1257
  • Byggðarráð - 1257
  • Byggðarráð - 1257
  • Byggðarráð - 1257
  • Byggðarráð - 1257
  • Byggðarráð - 1257 Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 9. október 2025.
Fundargerð 380. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 8. október sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

4.Skipulags- og umhverfisráð - 380

Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer

Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að samþykkja merkjalýsingu fyrir tvær nýjar landeignir úr landi Kolþernumýrar L144546 í samræmi við framlögð gögn, dags. 3. september 2025.
    Merkjalýsingin nær til tveggja nýrra lóða, Kolþernumýri 1 og Kolþernumýri 2, sem stofnaðar eru utan um sumarhús á svæðinu. Engar athugasemdir liggja fyrir varðandi skipulag eða aðkomu, og fyrirhuguð afmörkun og mælingar eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.2 2509036 DSK-Glæsivellir
    Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að samþykkja að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Glæsivelli.
    Deiliskipulagstillagan nær til lands Glæsivalla, landnúmer 236629, þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir frístundahús samkvæmt aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

    Ráðið telur tillöguna í samræmi við markmið aðalskipulagsins og að hún hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif.
    Lagt er til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að almenningi og hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að gera athugasemdir innan lögboðins frests.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulag- og umhverfisráð tekur erindið til skoðunar. Í sveitarfélaginu er nú hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra, þar sem m.a. verður tekin til umfjöllunar stefna um landnotkun á sviði landbúnaðar, skógræktar og landgræðslu.
    Við vinnu að heildarendurskoðun skipulagsins verður litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bréfi Skógræktarfélags Íslands.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stækkun lóðarinnar.
    Ráðið telur að fyrirhuguð stækkun falli vel að heildarskipulagi svæðisins og þeirri uppbyggingu atvinnu- og þjónustustarfsemi sem þar er fyrirhuguð.
    Stækkunin styður við markmið sveitarfélagsins um eflingu byggðar og atvinnulífs og er í samræmi við stefnu þess um sjálfbæra þróun og skipulag svæða.
    Fyrirhuguð stækkun hefur ekki teljandi áhrif á aðliggjandi lóðir, umhverfi eða samgöngur og samræmist gildandi skipulagsforsendum fyrir svæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 255. fundar fræðsluráðs frá 8. október sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

5.Fræðsluráð - 255

Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðsluráð - 255 Sigurður Guðmundsson fór yfir helstu þætti í starfsemi skólabúðanna á Reykjum. UMFÍ hefur aukið stöðugildi um 0,5 frá fyrra ári. Fræðsluráð þakkar Sigurði fyrir góða yfirferð.
  • Fræðsluráð - 255 Skólastjóri leikskóla fór yfir helstu þætti í starfsáætlun leikskólans Ásgarðs fyrir 2026. Greint var frá nýju starfsfólki, breytingum á innra mati, áherslum á málörvun, endurnýjun skólanámskrár, aukið samstarf við grunnskóla o.fl. Gert er ráð fyrir 69 börnum í leikskólanum á komandi vetri. Fræðsluráð þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.
  • Fræðsluráð - 255 Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri grunnskóla fóru yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026, s.s. endurskoðun skólanámskrár, nýjar kennsluáætlanir, skólaárinu skipt upp í spannir (6 vikna lotur), námsmat er markvissara og örara, innleiðing leiðsagnarmats, nemendur fá skýrari markmið til að vinna eftir, nýjir námsvísar, sérdeild, vinnustundir o.fl.
    Fræðsluráð þakkar skólastjórnendum fyrir góða yfirferð.
  • Fræðsluráð - 255 Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar fór yfir helstu þætti í starfsáætlun fyrir 2026. Búið er að auka við tækjakost og endurnýja í samræmi við þjónustukönnun meðal íbúa, nýtt kalt kar sett upp sem Gærurnar gáfu, tilraunaverkefni var sett af stað nú í haust að opna rækt kl. 6:00 þrisvar í viku til að sjá hversu mikið þjónustan er nýtt, endurskoðun gjaldskrár, heimasíðugerð, upplýsingaskjár o.fl.
    Fræðsluráð þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðvar fyrir góða yfirferð.
  • Fræðsluráð - 255 Skólastjóri tónlistarskóla fór yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026, s.s. hljóðfærahópar, sönghópar, aukning í forskóla, svæðisþing, skólastjórnendaþing, reglulegir kennarafundir, jólatónleikar verða áfram hópatriði o.fl. 89 nemendur eru í tónlistarskólanum að forskóla meðtöldum.
    Fræðsluráð þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.
  • Fræðsluráð - 255
  • Fræðsluráð - 255
Fundargerð 264. fundar félagsmálaráðs frá 8. október sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

6.Félagsmálaráð - 264

Málsnúmer 2509007FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.1 2310068 Gott að eldast
    Félagsmálaráð - 264 Félagsmálaráð kynnti sér aðstöðu og starfsemi í Snældu heimaþjónustu.
  • Félagsmálaráð - 264 Félagsmálaráð veitti Kathrin Schmitt samfélagsviðurkenningu fyrir starf sitt í þágu barna og unglinga, Ólöfu Sigurbjartsdóttur og Elínu Kristínu Guðmundsdóttur fyrir starf þeirra við upprætingu kerfils og Sigurði Líndal Þórissyni fyrir starf sitt í þágu menningarmála.

7.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2509087Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Viðauki 5 er lagður fram vegna fyrirhugaðra kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra. Upphæð viðaukans er 12 milljónir kr. Hækkun eignfærðar fjárfestingar er mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu viðaukans.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Þjónustustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2403070Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Þjónustustefnu Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Geðheilsustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2505073Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Geðheilsustefnu Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Samningur um málefni fatlaðs fólks 2025

Málsnúmer 2509099Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir endurnýjaðan samning um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra þar sem Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Breyttur fundartími sveitarstjórnar í nóvember

Málsnúmer 2510004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breyttum fundartíma í nóvember vegna fjarveru embættismanna.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að hefðbundinn sveitarstjórnarfundur nóvembermánaðar frestist um tæpa viku og verði þriðjudaginn 18. nóvember nk.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Gjaldskrár 2026 sem þarfnast tveggja umræðna í sveitarstjórn lagðar fram til afgreiðslu.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hvammstangahöfn, hafnarsjóð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir 2026 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2027 - 2029 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 18. nóvember nk.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Skipun sameiginlegrar kjörstjórnar við íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Á 393. fundi sveitarstjórnar óskaði hún eftir að kjörstjórn tilnefndi fulltrúa úr sínum röðum í sameiginlega kjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra samkvæmt 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023. Kjörstjórnir sveitarfélaganna leggja til að Húnaþing vestra skipi tvo fulltrúa í sameiginlega kjörstjórn og einn til vara og að Dalabyggð skipi einn fulltrúa og tvo til vara. Kjörstjórn Húnaþings vestra tilnefnir Sigurð Þór Ágústsson og Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal til setu í nefndinni og Ragnheiði Sveinsdóttur til vara.



Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir tillögu kjörstjórna um skiptingu fulltrúa í sameiginlegri kjörstjórn og skipar Sigurð Þór Ágústsson og Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal til setu í nefndinni og Ragnheiði Sveinsdóttur til vara.

Sveitarstjórn felur sameiginlegri kjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að taka ákvarðanir um kjörstaði, kjördeildir og opnunartíma kjörstaða.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Skipun undirkjörstjórnar við íbúakosningu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga er sveitarstjórnum heimilt að skipa undirkjörstjórn og fela henni verkefni samkvæmt a-, c- og d-lið 3.mgr. 5. gr. Lagt er til að sveitarstjórn nýti þessa heimild og skipi kjörstjórn sveitarfélagsins sem undirkjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að skipa kjörstjórn sveitarfélagsins sem undirkjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk. Sveitarstjórn leggur áherslu á að kjörstjórnir við kosningarnar hafi með sér samráð um verkaskiptingu vegna framkvæmdar kosninganna.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Tilkynning um íbúakosningar til Þjóðskrár Íslands

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga skal tilkynna Þjóðskrá Íslands um boðaða atkvæðagreiðslu og á hvaða tímabili hún fer fram eigi síðar en 30 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd að tilkynna Þjóðskrá Íslands um boðaða atkvæðagreiðslu. Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd jafnframt að óska eftir því við Þjóðskrá Íslands að opnað verði fyrir uppflettingar í kjörskrá á vef Þjóðskrár Íslands á meðan á atkvæðagreiðslu stendur. Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd að tryggja að kjörskrá verði aðgengileg til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst og að kynna framlagninguna fyrir íbúum.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Atkvæðaseðill til afnota við íbúakosningu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga samstarfsnefndar um atkvæðaseðil til afnota við íbúakosningu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna að senda atkvæðaseðilinn til innviðaráðuneytis til staðfestingar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sín frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:04.

Var efnið á síðunni hjálplegt?