-
Fræðsluráð - 255
Sigurður Guðmundsson fór yfir helstu þætti í starfsemi skólabúðanna á Reykjum. UMFÍ hefur aukið stöðugildi um 0,5 frá fyrra ári. Fræðsluráð þakkar Sigurði fyrir góða yfirferð.
-
Fræðsluráð - 255
Skólastjóri leikskóla fór yfir helstu þætti í starfsáætlun leikskólans Ásgarðs fyrir 2026. Greint var frá nýju starfsfólki, breytingum á innra mati, áherslum á málörvun, endurnýjun skólanámskrár, aukið samstarf við grunnskóla o.fl. Gert er ráð fyrir 69 börnum í leikskólanum á komandi vetri. Fræðsluráð þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.
-
Fræðsluráð - 255
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri grunnskóla fóru yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026, s.s. endurskoðun skólanámskrár, nýjar kennsluáætlanir, skólaárinu skipt upp í spannir (6 vikna lotur), námsmat er markvissara og örara, innleiðing leiðsagnarmats, nemendur fá skýrari markmið til að vinna eftir, nýjir námsvísar, sérdeild, vinnustundir o.fl.
Fræðsluráð þakkar skólastjórnendum fyrir góða yfirferð.
-
Fræðsluráð - 255
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar fór yfir helstu þætti í starfsáætlun fyrir 2026. Búið er að auka við tækjakost og endurnýja í samræmi við þjónustukönnun meðal íbúa, nýtt kalt kar sett upp sem Gærurnar gáfu, tilraunaverkefni var sett af stað nú í haust að opna rækt kl. 6:00 þrisvar í viku til að sjá hversu mikið þjónustan er nýtt, endurskoðun gjaldskrár, heimasíðugerð, upplýsingaskjár o.fl.
Fræðsluráð þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðvar fyrir góða yfirferð.
-
Fræðsluráð - 255
Skólastjóri tónlistarskóla fór yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026, s.s. hljóðfærahópar, sönghópar, aukning í forskóla, svæðisþing, skólastjórnendaþing, reglulegir kennarafundir, jólatónleikar verða áfram hópatriði o.fl. 89 nemendur eru í tónlistarskólanum að forskóla meðtöldum.
Fræðsluráð þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.
-
Fræðsluráð - 255
-
Fræðsluráð - 255