Fræðsluráð

255. fundur 08. október 2025 kl. 15:15 - 17:39 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá
Sigurður Guðmundsson mætti til fundar kl. 15:16

1.Yfirlit yfir starfsemi Skólabúða á Reykjum

Málsnúmer 2509040Vakta málsnúmer

Sigurður Guðmundsson fór yfir helstu þætti í starfsemi skólabúðanna á Reykjum. UMFÍ hefur aukið stöðugildi um 0,5 frá fyrra ári. Fræðsluráð þakkar Sigurði fyrir góða yfirferð.
Sigurður vék af fundi kl. 15:50
Guðný Kristín Guðnadóttir og Anna Berner mættu til fundar kl. 15:50

2.Starfsáætlun leikskóla 2026

Málsnúmer 2509045Vakta málsnúmer

Skólastjóri leikskóla fór yfir helstu þætti í starfsáætlun leikskólans Ásgarðs fyrir 2026. Greint var frá nýju starfsfólki, breytingum á innra mati, áherslum á málörvun, endurnýjun skólanámskrár, aukið samstarf við grunnskóla o.fl. Gert er ráð fyrir 69 börnum í leikskólanum á komandi vetri. Fræðsluráð þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.
Guðný Kristín Guðnadóttir og Anna Berner véku af fundi kl. 16:06
Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir og Elsa Oda Apel mættu til fundar kl. 16:06

3.Starfsáætlun grunnskóla 2026

Málsnúmer 2509042Vakta málsnúmer

Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri grunnskóla fóru yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026, s.s. endurskoðun skólanámskrár, nýjar kennsluáætlanir, skólaárinu skipt upp í spannir (6 vikna lotur), námsmat er markvissara og örara, innleiðing leiðsagnarmats, nemendur fá skýrari markmið til að vinna eftir, nýjir námsvísar, sérdeild, vinnustundir o.fl.
Fræðsluráð þakkar skólastjórnendum fyrir góða yfirferð.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir og Elsa Oda Apel véku af fundi kl. 16:34
Tanja Ennigarð mætti til fundar kl. 16:35

4.Starfsáætlun íþróttamiðstöðvar 2026

Málsnúmer 2509043Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar fór yfir helstu þætti í starfsáætlun fyrir 2026. Búið er að auka við tækjakost og endurnýja í samræmi við þjónustukönnun meðal íbúa, nýtt kalt kar sett upp sem Gærurnar gáfu, tilraunaverkefni var sett af stað nú í haust að opna rækt kl. 6:00 þrisvar í viku til að sjá hversu mikið þjónustan er nýtt, endurskoðun gjaldskrár, heimasíðugerð, upplýsingaskjár o.fl.
Fræðsluráð þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðvar fyrir góða yfirferð.
Tanja Ennigarð vék af fundi kl. 16:51
Pálína Fanney Skúladóttir mætti til fundar kl. 16:52

5.Starfsáætlun tónlistarskóla 2026

Málsnúmer 2509044Vakta málsnúmer

Skólastjóri tónlistarskóla fór yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026, s.s. hljóðfærahópar, sönghópar, aukning í forskóla, svæðisþing, skólastjórnendaþing, reglulegir kennarafundir, jólatónleikar verða áfram hópatriði o.fl. 89 nemendur eru í tónlistarskólanum að forskóla meðtöldum.
Fræðsluráð þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.
Pálína Fanney vék af fundi kl. 17:05

6.Starfsáætlun fjölskyldusviðs 2026 og árskýrsla 2025

Málsnúmer 2509041Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu atriði starfsáætlunar 2026.

7.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:39.

Var efnið á síðunni hjálplegt?