Starfsáætlun íþróttamiðstöðvar 2026

Málsnúmer 2509043

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 255. fundur - 08.10.2025

Tanja Ennigarð mætti til fundar kl. 16:35
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar fór yfir helstu þætti í starfsáætlun fyrir 2026. Búið er að auka við tækjakost og endurnýja í samræmi við þjónustukönnun meðal íbúa, nýtt kalt kar sett upp sem Gærurnar gáfu, tilraunaverkefni var sett af stað nú í haust að opna rækt kl. 6:00 þrisvar í viku til að sjá hversu mikið þjónustan er nýtt, endurskoðun gjaldskrár, heimasíðugerð, upplýsingaskjár o.fl.
Fræðsluráð þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðvar fyrir góða yfirferð.
Tanja Ennigarð vék af fundi kl. 16:51
Var efnið á síðunni hjálplegt?