Byggðarráð

1257. fundur 06. október 2025 kl. 14:00 - 15:43 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Dagskrá

1.Samningur um málefni fatlaðs fólks 2025

Málsnúmer 2509099Vakta málsnúmer

Lagður fram endurnýjaður samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra þar sem Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Skipan í samráðsvettvang sóknaráætlunar SSNV

Málsnúmer 2509109Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir fulltrúum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.
Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.

3.Úthlutun almennrar leiguíbúðar

Málsnúmer 2509104Vakta málsnúmer

Úthlutun íbúðar að Garðavegi 18, neðri hæð.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Dictum ehf. íbúðina að Garðavegi 18, neðri hæð, til 30. september 2026.

4.Frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál - Mál til umsagnar - umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Málsnúmer 2509107Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál, 105. mál.
Málið var lagt fram á 156. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Byggðarráð veitti umsögn um málið á 1243. fundi sínum þann 28. apríl 2025 þar sem gerð var athugasemd við að með frumvarpinu yrði lögð fram ein innviðastefna fyrir öll málefnasvið ráðuneytisins. Í því frumvarpi sem nú er lagt fram er horfið frá þeim áformum. Byggðarráð fagnar þeirri breytingu. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum er hins vegar gerð sú breyting á 4. gr. að í stað þess að skipa skuli þrjú stefnuráð skipi ráðherra „stefnuráð, eitt eða fleiri“. Með því er opnað á þann möguleika að þrátt fyrir að stefnur séu lagðar fram á hverju málefnasviði sé aðeins eitt ráð sem ber ábyrgð á undirbúningi og vinnu við þær allar. Byggðarráð gerði athugasemd við þá breytingu þegar málið var lagt fram á síðasta þingi með þeim rökum að málefnasvið á sviði samgöngu-, byggðamála og fjarskipta er afar breitt sem getur komið niður á gæðum vinnunnar sökum skorts á sérþekkingu. Auk þess yrði vinnan afar viðamikil. Í skýringum með frumvarpsdrögunum eru megin rökin með einu stefnuráði m.a. tilgreind aukin samhæfing í stefnumörkun á málefnasviðum ráðuneytisins. Samhæfingu má að mati byggðarráðs auðveldlega ná fram með öðrum leiðum en að fela einu þriggja manna ráði ábyrgð á vinnu við allar stefnur á málefnasviði ráðuneytisins. Byggðarráð Húnaþings vestra ítrekar þá athugasemd og leggur til að horfið verði frá þeim áformum að skipað verði eitt stefnuráð.

5.Opið samráð um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 2509097Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi innviðaráðuneytis varðandi opið samráð um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Sveitarstjóra falið að vinna drög að umsögn um málið.

6.Tillaga til þingályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040 - mál til umsagnar - Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Málsnúmer 2509106Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.
Málið var áður lagt fram á 156. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Það er nú endurflutt með breytingum í samræmi við nefndarálit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Byggðarráð veitti svohljóðandi umsögn um málið á 124. fundi sínum sem haldinn var þann 31. mars 2025:

Byggðarráð Húnaþings vestra styður mótun heildrænnar borgarstefnu fyrir Ísland. Ráðið telur mikilvægt að í slíkri stefnu sé skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur höfuðborgar og svæðisborgar gagnvart landsbyggðunum. Í framkomnum drögum vantar að mati ráðsins nokkuð þar upp á og meðal annars nauðsynlegt að rík áhersla sé lögð á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítalans í þjónustu við landsbyggðirnar. Einnig leggur ráðið áherslu á að til viðbótar við samgöngur á lofti er brýnt að samgöngur á landi séu viðunandi svo íbúar landsbyggðanna hafi sem best aðgengi að þjónustu í höfuðborginni. Í því sambandi vill ráðið leggja áherslu á að ráðist verði í byggingu Sundabrautar sem allra fyrst enda sýni greiningar að íbúar Húnaþings vestra sæki sér þjónustu sem ekki er veitt í nærumhverfi að mestu á höfuðborgarsvæðið. Sú framkvæmd myndi auðvelda aðgengi íbúa á vestur- og norðurhluta landsins að þjónustu í Reykjavík til mikilla muna. Byggðarráð tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í umsögn Skagafjarðar og fleiri sveitarfélaga um að þess verði gætt að borgarstefna leiði ekki til þess að dregið verði úr nauðsynlegri uppbyggingu grunninnviða annarsstaðar á landinu m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Með öðrum orðum að stefnan leiði til uppbyggingar en ekki til frekari skerðinga á þjónustu á landsbyggðunum en orðið er.

Byggðarráð ítrekar framangreinda umsögn.

7.Fundargerð almannavarnanefndar Húnavatnssýslna 18. sept. 2025

Málsnúmer 2509096Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð almannavarnanefndar Húnavatnssýslna sem fram fór þann 18. september 2025. Einnig ný skipan nefndarinnar sem kosin var á fundinum.

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 2502006Vakta málsnúmer

Fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 128. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 985. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra 2025

Málsnúmer 2501044Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 5. september 2025 lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá:

12.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki.
Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 9. október 2025.

Fundi slitið - kl. 15:43.

Var efnið á síðunni hjálplegt?