Byggðarráð

1256. fundur 22. september 2025 kl. 13:30 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Undirskriftalisti frá Hátíðni - áskorun til sveitarstjórnar

Málsnúmer 2507054Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftalisti frá aðstandendum hátíðarinnar Hátíðni með áskorun um enduruppbyggingu húsa og eflingu innviða á Borðeyri, til styrktar ferðamennsku og viðburðahalds.
Sveitarstjóri tók formlega við undirskriftarlistanum fyrir hönd sveitarfélagsins þann 5. september sl. Byggðarráð þakkar sýndan áhuga á Borðeyri og tekur heilsuhugar undir sögu- og menningarlegt mikilvægi staðarins. Þegar er hafin vinna við deiliskipulag svæðisins sem mun taka mynd af skilgreiningu þess sem verndarsvæði í byggð.

2.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2509087Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Viðaukinn er lagður fram vegna fyrirhugaðra kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra. Upphæð viðaukans er 12 milljónir kr. Hækkun eignfærðar fjárfestingar er mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu viðaukans.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

3.Endurnýjun bifreiðar í dagþjónustu og ferðaþjónustu fatlaðra

Málsnúmer 2509031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra.
Núverandi bifreið er komin til ára sinna og mikið viðhald fyrirséð eigi að koma henni í viðunandi ástand. Leggur sviðsstjóri til að fest verði kaup á sérbúinni Ford bifreið með lyftu fyrir hjólastóla, sem rúmar 8 í sæti og hægt að fella sæti til að skapa rými fyrir hjólastóla.
Byggðarráð samþykkir kaup á bifreiðinni í samræmi við viðauka 5 við fjárhagsáætlun sem samþykktur var í 2. dagskrárlið.

4.Geðheilsustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2505073Vakta málsnúmer

Geðheilsustefna Húnaþings vestra lögð fram í kjölfar umsagnarferlis.
Áður á dagskrá 1246. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að stefnan færi í samráð á meðal starfsmanna. Engar athugasemdir bárust og er stefnan því lögð fram í óbreyttri mynd.
Byggðarráð samþykkir framlagða Geðheilsustefnu og aðgerðaáætlun. Ráðið fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið og miðar fyrst og fremst að bættri líðan starfsmanna og auknum stuðningi við þau sem á þurfa að halda.

5.Áhrif laga nr. 55/1992 á byggingar á náttúruhamfarasvæðum

Málsnúmer 2509035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands dags. 10. september 2025. Í bréfinu er fjallað um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.

6.Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Málsnúmer 2509049Vakta málsnúmer

Skýrsla um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040 lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 984. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 127. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð félagsfundar Veiðifélags Víðidalsár 28. ágúst 2025

Málsnúmer 2509033Vakta málsnúmer

Fundargerð félagsfundar Veiðifélags Víðidalsár frá 28. ágúst 2025 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?