Undirskriftalisti frá Hátíðni - áskorun til sveitarstjórnar

Málsnúmer 2507054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1256. fundur - 22.09.2025

Lagður fram undirskriftalisti frá aðstandendum hátíðarinnar Hátíðni með áskorun um enduruppbyggingu húsa og eflingu innviða á Borðeyri, til styrktar ferðamennsku og viðburðahalds.
Sveitarstjóri tók formlega við undirskriftarlistanum fyrir hönd sveitarfélagsins þann 5. september sl. Byggðarráð þakkar sýndan áhuga á Borðeyri og tekur heilsuhugar undir sögu- og menningarlegt mikilvægi staðarins. Þegar er hafin vinna við deiliskipulag svæðisins sem mun taka mynd af skilgreiningu þess sem verndarsvæði í byggð.
Var efnið á síðunni hjálplegt?