Geðheilsustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2505073

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1246. fundur - 02.06.2025

Lögð fram drög að geðheilsustefnu Húnaþings vestra sem unnin var í samvinnu við Mental ráðgjöf.
Byggðarráð fagnar gerð geðheilsustefnu fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að drögin verði sett í samráð meðal starfsmanna sveitarfélagsins.

Byggðarráð - 1256. fundur - 22.09.2025

Geðheilsustefna Húnaþings vestra lögð fram í kjölfar umsagnarferlis.
Áður á dagskrá 1246. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að stefnan færi í samráð á meðal starfsmanna. Engar athugasemdir bárust og er stefnan því lögð fram í óbreyttri mynd.
Byggðarráð samþykkir framlagða Geðheilsustefnu og aðgerðaáætlun. Ráðið fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið og miðar fyrst og fremst að bættri líðan starfsmanna og auknum stuðningi við þau sem á þurfa að halda.

Sveitarstjórn - 394. fundur - 09.10.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Geðheilsustefnu Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?