Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2509087

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1256. fundur - 22.09.2025

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Viðaukinn er lagður fram vegna fyrirhugaðra kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra. Upphæð viðaukans er 12 milljónir kr. Hækkun eignfærðar fjárfestingar er mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu viðaukans.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Sveitarstjórn - 394. fundur - 09.10.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Viðauki 5 er lagður fram vegna fyrirhugaðra kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra. Upphæð viðaukans er 12 milljónir kr. Hækkun eignfærðar fjárfestingar er mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu viðaukans.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?