Endurnýjun bifreiðar í dagþjónustu og ferðaþjónustu fatlaðra

Málsnúmer 2509031

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1256. fundur - 22.09.2025

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra.
Núverandi bifreið er komin til ára sinna og mikið viðhald fyrirséð eigi að koma henni í viðunandi ástand. Leggur sviðsstjóri til að fest verði kaup á sérbúinni Ford bifreið með lyftu fyrir hjólastóla, sem rúmar 8 í sæti og hægt að fella sæti til að skapa rými fyrir hjólastóla.
Byggðarráð samþykkir kaup á bifreiðinni í samræmi við viðauka 5 við fjárhagsáætlun sem samþykktur var í 2. dagskrárlið.

Öldungaráð - 12. fundur - 19.11.2025

Kynnt staða á kaupum á nýrri bifreið og umræður um frekari akstursþjónustu.
Sviðsstjóri kynnti stöðu á innflutningi. Öldungaráð fagnar tilkomu nýrrar bifreiðar. Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að huga að akstursþjónustu fyrir aldraða til viðbótar við dagþjónustuna.
Var efnið á síðunni hjálplegt?