Öldungaráð

12. fundur 19. nóvember 2025 kl. 13:00 - 14:45 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Sigurðsson formaður
  • Jóna Halldóra Tryggvadóttir aðalmaður
  • Gyða Sigríður Tryggvadóttir aðalmaður
  • Eggert Karlsson aðalmaður
  • Ólafur Bergmann Óskarsson aðalmaður
  • Kristbjörg Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sesselja Kristín Eggertsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson
  • Henrike Wappler
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá

1.Reglur um úthlutun félagslegra íbúða og íbúða fyrir aldraða í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2503036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Endurnýjun bifreiðar í dagþjónustu og ferðaþjónustu fatlaðra

Málsnúmer 2509031Vakta málsnúmer

Kynnt staða á kaupum á nýrri bifreið og umræður um frekari akstursþjónustu.
Sviðsstjóri kynnti stöðu á innflutningi. Öldungaráð fagnar tilkomu nýrrar bifreiðar. Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að huga að akstursþjónustu fyrir aldraða til viðbótar við dagþjónustuna.

3.Aðgengismál

Málsnúmer 2511018Vakta málsnúmer

Öldungaráð lýsir áhyggjum af ástandi gangstétta og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að gera átak í þessum málum.

4.Íbúðir aldraða Nestúni

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri greindi frá endurbótum á íbúð í Nestúni. Öldungaráð bendir einnig á nauðsyn þess að koma upp aðstöðu til að hlaða rafbíla við Nestún.

5.Gott að eldast

Málsnúmer 2310068Vakta málsnúmer

Sesselja Kristín Eggertsdóttir og Henrike Wappler greindu frá stöðu verkefnisins og fjölda í þjónustu. Öldungaráð lýsir ánægju sinni með verkefnið.

6.Samstarfssamningur um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer

Samningurinn lagður fram til kynningar og farið yfir framkvæmdir.
Öldungaráð lýsir ánægju sinni með samstarfið og aðstöðuna.

7.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Helstu verkefni fjölskyldusviðs kynnt.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?