Skipulags- og umhverfisráð - 380

Málsnúmer 2510001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 394. fundur - 09.10.2025

Fundargerð 380. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 8. október sl. lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að samþykkja merkjalýsingu fyrir tvær nýjar landeignir úr landi Kolþernumýrar L144546 í samræmi við framlögð gögn, dags. 3. september 2025.
    Merkjalýsingin nær til tveggja nýrra lóða, Kolþernumýri 1 og Kolþernumýri 2, sem stofnaðar eru utan um sumarhús á svæðinu. Engar athugasemdir liggja fyrir varðandi skipulag eða aðkomu, og fyrirhuguð afmörkun og mælingar eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .2 2509036 DSK-Glæsivellir
    Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að samþykkja að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Glæsivelli.
    Deiliskipulagstillagan nær til lands Glæsivalla, landnúmer 236629, þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir frístundahús samkvæmt aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

    Ráðið telur tillöguna í samræmi við markmið aðalskipulagsins og að hún hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif.
    Lagt er til að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að almenningi og hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að gera athugasemdir innan lögboðins frests.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulag- og umhverfisráð tekur erindið til skoðunar. Í sveitarfélaginu er nú hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra, þar sem m.a. verður tekin til umfjöllunar stefna um landnotkun á sviði landbúnaðar, skógræktar og landgræðslu.
    Við vinnu að heildarendurskoðun skipulagsins verður litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bréfi Skógræktarfélags Íslands.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 380 Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stækkun lóðarinnar.
    Ráðið telur að fyrirhuguð stækkun falli vel að heildarskipulagi svæðisins og þeirri uppbyggingu atvinnu- og þjónustustarfsemi sem þar er fyrirhuguð.
    Stækkunin styður við markmið sveitarfélagsins um eflingu byggðar og atvinnulífs og er í samræmi við stefnu þess um sjálfbæra þróun og skipulag svæða.
    Fyrirhuguð stækkun hefur ekki teljandi áhrif á aðliggjandi lóðir, umhverfi eða samgöngur og samræmist gildandi skipulagsforsendum fyrir svæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?