-
Byggðarráð - 1256
Sveitarstjóri tók formlega við undirskriftarlistanum fyrir hönd sveitarfélagsins þann 5. september sl. Byggðarráð þakkar sýndan áhuga á Borðeyri og tekur heilsuhugar undir sögu- og menningarlegt mikilvægi staðarins. Þegar er hafin vinna við deiliskipulag svæðisins sem mun taka mynd af skilgreiningu þess sem verndarsvæði í byggð.
-
Byggðarráð - 1256
Viðaukinn er lagður fram vegna fyrirhugaðra kaupa á nýrri þjónustubifreið fyrir dagþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra. Upphæð viðaukans er 12 milljónir kr. Hækkun eignfærðar fjárfestingar er mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu og því er ekki lagt fram málaflokkayfirlit samhliða framlagningu viðaukans.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
-
Byggðarráð - 1256
Núverandi bifreið er komin til ára sinna og mikið viðhald fyrirséð eigi að koma henni í viðunandi ástand. Leggur sviðsstjóri til að fest verði kaup á sérbúinni Ford bifreið með lyftu fyrir hjólastóla, sem rúmar 8 í sæti og hægt að fella sæti til að skapa rými fyrir hjólastóla.
Byggðarráð samþykkir kaup á bifreiðinni í samræmi við viðauka 5 við fjárhagsáætlun sem samþykktur var í 2. dagskrárlið.
-
Byggðarráð - 1256
Áður á dagskrá 1246. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að stefnan færi í samráð á meðal starfsmanna. Engar athugasemdir bárust og er stefnan því lögð fram í óbreyttri mynd.
Byggðarráð samþykkir framlagða Geðheilsustefnu og aðgerðaáætlun. Ráðið fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið og miðar fyrst og fremst að bættri líðan starfsmanna og auknum stuðningi við þau sem á þurfa að halda.
-
Byggðarráð - 1256
-
Byggðarráð - 1256
-
Byggðarráð - 1256
-
Byggðarráð - 1256
-
Byggðarráð - 1256