Sveitarstjórn

392. fundur 12. júní 2025 kl. 15:00 - 16:07 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Eygló Hrund Guðmundsdóttir
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá
Fundargerð 1244. fundar byggðarráðs frá 12. maí sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

1.Byggðarráð - 1244

Málsnúmer 2505001FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1245. fundar byggðarráðs frá 26. maí sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.Byggðarráð - 1245

Málsnúmer 2505005FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1246. fundar byggðarráðs frá 2.júní sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3.Byggðarráð - 1246

Málsnúmer 2505008FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð þakkar Sigurði greinargóða yfirferð. Sigurði er falinn áframhaldandi undirbúningur að rekstri samfélagsmiðstöðvarinnar í samræmi við tímalínu verkefnisins.

  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð fagnar gerð geðheilsustefnu fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að drögin verði sett í samráð meðal starfsmanna sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir framlagða loftslagsstefnu og felur sveitarstjóra gerð aðgerðaáætlunar í samræmi við hana. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir að úthluta Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur og Ingibirni Pálmari Gunnarssyni lóðina Lindarveg 6, landnúmer 226130, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023. Bókun fundar Magnús Magnússon vék af fundi kl. 15:15.

    Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Magnús Magnússon kom aftur til fundar kl. 15:17.
  • Byggðarráð - 1246 Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Farskólans sem haldinn verður þann 11. júní nk.
  • Byggðarráð - 1246 Lagt fram til kynningar boð á ársfund Brákar íbúðafélags hses. 11. júní nk.
  • Byggðarráð - 1246 Endurtilnefna þarf í stjórn Reykjaeigna. Byggðarráð hefur gegnt hlutverki stjórnar Reykjaeigna. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að svo verði áfram.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar áformum um að undanþága rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati verði felld úr gildi. Um er að ræða réttlætismál sem sveitarfélögin hafa barist fyrir um árabil. Ráðið vill jafnframt fagna því að áformað er að gjöldin sem innheimt verða geti dreifst á milli fleiri en eins sveitarfélags og að hluti af þeim tekjum sem við breytinguna myndast muni dreifast til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Byggðarráð hvetur til þess að ráðist verði í lagabreytinguna eins fljótt og kostur er.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir Reglur um niðurgreiðslur á garðslætti 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerð 376. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 5. júní sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

4.Skipulags- og umhverfisráð - 376

Málsnúmer 2505009FVakta málsnúmer

Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu, dags. 02.05.2025, vegna breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í landi Sindrastaða, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra fjallaði um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 við Víðihlíð. Ráðið telur að um sé að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi í skilningi 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur ekki í sér veruleg áhrif á landnotkun, umhverfi, samfélag eða hagsmuni annarra og er í samræmi við meginmarkmið og stefnu aðalskipulagsins. Ráðið fer fram á að gengið verði frá samningum við alla eigendur lóðarinnar áður en að skipulagið verði auglýst.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkir framlagða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið við Víðhlíð. Deiliskipulagstillagan er unnin samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Auglýsing deiliskipulagstillögunnar fer fram í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð fagnar tillögu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um deiliskipulag nýs lífsgæðakjarna við Miðtún og Nestún. Ráðið lýsir yfir jákvæðni sinni gagnvart verkefninu, sem miðar að því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir einstaklinga 50 ára og eldri, með áherslu á aukin lífsgæði, nálægð við náttúru og samfélagslega þátttöku.
    Ráðið leggur til tvær tillögur að nafngift á nýja hverfinu, sem skilgreint er sem lífsgæðakjarni.
    Lindartún: Nafnið vísar til „lindar“, sem ber með sér merkingu um kyrrð, lífsuppsprettu og náttúrulegan frið. Nafnið fellur vel að örnefnum í næsta nágrenni, s.s. Nestún og Miðtún, og styrkir þannig samfellu og tengingu við staðarandann.
    Friðnes: Nafn sem sameinar hugtakið „frið“ við örnefnið „Framnes“ og endurspeglar tilgang svæðisins sem rólegt og mannvænt búsetuumhverfi.
    Ráðið telur verkefnið mikilvægt framlag til fjölbreyttari búsetukosta í sveitarfélaginu og leggur því til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir umrædtt svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir breytingu á skipulagi lóðarinnar að Húnabraut 1. Um er að ræða breytingu sem er í samræmi við fyrirhugað deiliskipulag svæðisins. Ráðið fór yfir eftirfarandi gögn:
    Grunnleigusamning dagsettan 29.10.1926,
    Lóðaruppdrátt dagsettan 22.05.2025,
    Tillögu að afmörkun lóðar dagsetta 01.06.2025.
    Ráðið samþykkir afmörkun lóðarinnar að Húnabraut 1 samkvæmt tillögu dagsettri 01.06.2025 og telur hana samræmast fyrirhuguðu framtíðar skipulagi svæðisins.
    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu ráðsins og unnið verði að endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við hnitsettan lóðaruppdrátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landamerkjalínur á milli Bjargs og Ytra-Bjargs. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og að lóðin fái staðfangið Arnarlundur. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Mál lagt fram til kynningar.
Fundargerð 262. fundar félagsmálaráðs frá 28. maí sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

5.Félagsmálaráð - 262

Málsnúmer 2505007FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 78. fundar ungmennaráðs frá 12. maí sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

6.Ungmennaráð - 78

Málsnúmer 2505003FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð - 78 Lagður fram listi yfir kostnaðarþætti við fyrirhugað unglingaball á Eldur í Húnaþingi 2025. Ungmennaráð leggur til að veittur verði 200.000 kr. styrkur vegna ballsins af fjármunum ungmennaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla ungmennaráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2025

Málsnúmer 2505038Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025 ásamt málaflokkayfirliti vegna tilfærslu fjármuna á milli málaflokka.



Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2025.

„Eignasjóður
Endurgerð listaverksins Þróunar við Félagsheimilið Hvammstanga


kr. 6.200.000
Sturtuhús tjaldsvæðinu Borðeyri






kr. 1.750.000
Endurbætur Leikskólinn Ásgarður






kr. 6.000.000
Leiktæki á tjaldsvæðinu á Laugarbakka





kr. 1.500.000

Rekstur
05 Menningarmál
Verslunarminjasafn, endurbygging fyrstu vegasjoppu landsins


kr. 1.200.000
06 Æskulýðs- og íþróttamál
Fótboltamörk








kr. 650.000
13 Atvinnumál
Heiðagirðingar








kr. 750.000
10 Umferðar- og samgöngumál



Styrkvegir








kr. 750.000
21 Sameiginlegur kostnaður
Ófyrirséð








kr. -3.350.000

Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Málsnúmer 2505076Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Reglur um niðurgreiðslur á garðslætti

Málsnúmer 2506004Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Reglur um niðurgreiðslur á garðslætti.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 2410037Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Könnunarviðræður milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra - Önnur umræða.

Málsnúmer 2412057Vakta málsnúmer

Tillaga sveitarstjórnar um að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Dalabyggðar samkvæmt 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 lögð fram til seinni umræðu.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Dalabyggðar samkvæmt 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, en fyrri umræða fór fram á 391. fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðal- og varafulltrúa í samstarfsnefnd sem hefur það hlutverk að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Magnús Magnússon, aðalmaður.
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.
Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.
Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður.

Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að stefnt verði að kosningu um sameiningu eigi síðar en í desember 2025. Samstarfsnefndin skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefndinni er falið að gera verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið og sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði vinnunnar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Kosningar í byggðarráð og sumarleyfi sveitarstjórnar.

Málsnúmer 2503051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að kosningu til byggðarráðs til eins árs og tillaga að sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Byggðarráð til eins árs, varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Viktor Ingi Jónsson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Í samræmi við 5. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að fella niður reglulega fundi sveitarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis. Á meðan á sumarleyfi sveitarstjórnar stendur fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella, sjá nánar 5. mgr. 32. gr. sömu samþykktar. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 11. september nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Kosningar í stjórn Reykjaeigna.

Málsnúmer 2503051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að kosningu stjórnar Reykjaeigna.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að tilnefnda sömu aðila í stjórn Reykjaeigna og eru í byggðarráði.

Aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Viktor Ingi Jónsson.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Umgengnisreglur í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 2505055Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að vísa Umgengnisreglum í leiguhúsnæði sveitarfélagsins í opið samráð. Fjölskyldusviði er jafnframt falið að vekja sérstaka athygli íbúa leiguhúsnæðis sveitarfélagsins á opna samráðinu. Að loknu opnu samráði fara reglurnar aftur til umfjöllunar sveitarstjórnar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:07.

Var efnið á síðunni hjálplegt?