Kosningar

Málsnúmer 2503051

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 390. fundur - 10.04.2025

Kosning nýs fulltrúa í skipulags- og umhverfisráð
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Endurtilnefning í skipulags- og umhverfisráð:
Aðalmenn:
Ingimar Sigurðsson, formaður
Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður
Fríða Marý Halldórsdóttir
Guðmundur Brynjar Guðmundsson
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Varamenn:
Guðni Þór Skúlason
Valdimar H. Gunnlaugsson
Guðný Helga Björnsdóttir
Guðjón Þórarinn Loftsson
Erla Björg Kristinsdóttir.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 392. fundur - 12.06.2025

Lögð fram tillaga að kosningu til byggðarráðs til eins árs og tillaga að sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Byggðarráð til eins árs, varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Viktor Ingi Jónsson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Í samræmi við 5. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að fella niður reglulega fundi sveitarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis. Á meðan á sumarleyfi sveitarstjórnar stendur fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella, sjá nánar 5. mgr. 32. gr. sömu samþykktar. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 11. september nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 392. fundur - 12.06.2025

Lögð fram tillaga að kosningu stjórnar Reykjaeigna.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að tilnefnda sömu aðila í stjórn Reykjaeigna og eru í byggðarráði.

Aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Viktor Ingi Jónsson.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?